Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.
Dagskrá:
- Nýir fulltrúar í ÆSÍS boðnir velkomnir.
- Verkaskipting stjórnar.
- Skýrsla um undirbúning áhættumats.
- Erindi frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.
- Erindi frá karlaráði Gróttu/KR.
- Evrópukeppni borga í handknattleik.
- Gervigrasvöllur.
- Endurbætur og viðbygging við sundlaug.
- Önnur mál.
_____________________________________
- Formaður bauð Nökkva Gunnarsson, fulltrúa Neslistans í ÆSÍS velkominn. Aðrir í ráðinu sátu einnig á síðasta kjörtímabili.
- Sigrún Edda Jónsdóttir var kjörin varaformaður og Árni Einarsson ritari.
- Lagt fram bréf frá bæjarstjóra og skýrsla um áhættumat. Framkvæmdastjóra falið að gera úttekt á þeim þáttum sem fram koma í skýrslunni og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
- Lagt fram bréf frá ÍSÍ þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að marka sér stefnu í samráði við íþróttahreyfinguna hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkja, rekstur félaga, styrkveitingar til íþrótta og fræðslustarfs.Framkvæmdastjóra falið að taka saman helstu rekstrarliði og styrki til íþróttastarfs og leggja fyrir ráðið.
- Lagt fram bréf frá karlaráði Gróttu/KR um að halda dansleik í ágúst í íþróttahúsinu. ÆSÍS samþykkir erindið fyrir sitt leyti gegn því að gólf séu vel varin og farið eftir reglum um dansleiki. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.
- Lagt fram erindi frá karlaráði Gróttu/KR þar sem sagt er frá því að karlalið Gróttu/KR í handknattleik hafi unnið sér rétt til þátttöku í Evrópukeppni borga sem fram fer í október n.k. og óskar eftir styrk til þátttökunnar. Samþykkt að styrkja þátttöku liðsins í fyrstu umferð um 500 þúsund krónur.
- Lagðar fram endurskoðaðar tillögur um gervigrasvöll. Unnið verður áfram með tillögurnar.
- Lagðar fram þrívíddarmyndir af tillögum að endurbótum á sundlaug.Unnið verður áfram með tillögurnar og framkvæmdastjóra falið að leggja fram drög að áfangaskiptingu framkvæmda.
- Engin.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18.55.
Ritari fundar, Árni Einarsson.