Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

2. fundur 13. ágúst 2002

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

1. Árskort fyrir íþróttaiðkendur.

2. Vímuvarnavika.

3. Sumarstarf Selsins.

4. Íþrótta- og tómstundakönnun ÆSÍS 2002.

5. Milliuppgjör Gróttu.

6. Gervigrasvöllur og sundlaug.

  1. Á fundi ÆSÍS 18. ágúst 1998 voru lagðar fram og ræddar hugmyndir um að koma á einu samræmdu gjaldi fyrir þátttakendur í íþróttastarfi Gróttu. Ekkert varð úr framkvæmdum þá. Rætt um að kynna að nýju hugmyndirnar fyrir forsvarsmönnum deilda Gróttu auk aðalstjórnar. Samþykkt að senda þeim bréf þar sem hugmyndin er kynnt og óska eftir áliti þeirra fyrir næsta fund ráðsins.
  2. Haldin var Vímuvarnavika á Seltjarnarnesi 18.-24. sept. 1999 með þátttöku fjölmargra samtaka og stofnana í bænum. Samþykkt að óska eftir samstarfi við félagsmálaráð um að endurtaka verkefnið næstkomandi haust. Samþykkt að stefna að Vímuvarnaviku dagana 21. – 26. okt. nk. Margréti forstöðumanni Selsins að falið hafa umsjón með vikunni af hálfu ÆSÍS.
  3. Margrét forstöðumaður Selsins átti ekki heimangengt en kynnir starfsemi Selsins sl. Sumar á næsta fundi og gerir grein fyrir starfinu á komandi vetri.
  4. Formaður lagði fram drög að fyrstu niðurstöðum könnuninnar. Lokaskýrsla verður lögð fram á næsta fundi.
  5. ÆSÍS óskar eftir milliuppgjöri (1. jan. – 31. júlí 2002) deilda Gróttu og Gróttu/KR.frá framkvæmdastjóra Gróttu.
  6. Rætt um kosti og galla við að lækka núverandi knattspyrnuvöll við Suðurströnd. Útboð þyrfti að fara fram í desember og framkvæmdum að vera lokið fyrir 1. júlí 2003. Ákveðið að óska eftir þrívíddarmyndum af gervigrasvelli miðað við óbreytta hæð og miðað við að hann verði lækkaður í götuhæð.
    Sundlaug: Rætt um tímaröð framkvæmda við endurbætur á sundlaug. Frumdrög að kostnaðaráætlun ræddar á næsta fundi.
  7. a. Lagt fram bréf frá Körfuknattleiksdeild KR með beiðni um styrk frá Seltjarnarnesbæ. Erindinu hafnað.
    b. Lagt fram bréf frá Skáksambandi Íslands með beiðni um aðstöðu fyrir Íslandsmeistaramót í skák 20. – 31. ágúst. Einnig er óskað eftir fjárstyrk. Samþykkt að veita sambandinu endurgjaldslausa aðstöðu til mótshaldsins verði því við komið. Beiðni um fjárstyrk vísað til fjárhags- og launanefndar.. 
    c. Lagt fram bréf frá handknattleiksdeild Gróttu með beiðni um styrk vegna þátttöku handknattleiksfólks á móti á Spáni í júní sl. Samþykkt að styrkja deildina vegna þessa með 200 þúsund krónum vegna góðs árangurs og 150 þúsund í ferðastyrk.
    d. Lagt fram afrit af bréfi frá Magnúsi Guðmundssyni, f.h. meistaraflokks Gróttu í knattspyrnu til KR, þar sem sagt er frá því að meistaraflokkurinn sé kominn í úrslit í 3. deild karla.
    e. Lögð fram beiðni frá knattspyrnudeild Gróttu um að ÆSÍS greiði fimm mánaða æfingatíma í Knattspyrnuhöllinni á Reykjanesi. Samþykkt að styrkja deildina með 484 þúsund krónum vegna þessa.

Fundi slitið kl. 19.4o.

Ritari fundar, Árni Einarsson.

Ásgerður Halldórsdóttir      Sjöfn Haraldsdóttir       Sigrún Edda Jónsdóttir

      Sign                                          sign                              sign

Nökkvi Gunnarsson            Árni Einarsson

      Sign                                          sign



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?