Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

3. fundur 27. ágúst 2002

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Haraldsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Árni Einarsson, Haukur Geirmundsson og Lúðvík Hjalti Jónsson.

Gestir: Hildur Jóhannsdóttir og Margrét Sigurðardóttir, Margrét Leifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir formaður skipulags- og mannvirkjanefndar og Lárus Lárusson.

Dagskrá:

  1. Íþrótta- og tómstundakönnun ÆSÍS 2002.
  2. Sumarstarf Selsins og vetrarstarfið framundan.
  3. Skipulag íþróttasvæðisins.
  4. Önnur mál.
  1. Hildur Jóhannsdóttir fylgdi úr hlaði skýrslu sem byggð er á íþrótta- og tómstundakönnun ÆSÍS sem gerð var sl. vor og hún annaðist.
  2. Margrét Sigurðardóttir forstöðumaður Selsins sagði frá sumarstarfinu sem gekk mjög vel. Svipaður fjöldi barna sótti námskeiðin í sumar og í fyrra. Alls tóku 445 börn þátt í námskeiðum og öðru starfi á vegum Selsins í sumar.
    Ráðinn hefur verið nemi í félagsstörfum við Borgarholtsskóla til þess að sjá um starfið fyrir eldri unglinga í vetur. Samstarf verður við félagsmálaráð um starf fyrir börn/unglinga sem ekki taka þátt í öðru starfi Selsins.
  3. Margrét Leifsdóttir arkitekt lagði fram frekari hugmyndir um breytingar á sundlaug.
    Einnig lagðar fram hugmyndir og útlitsteikningar að knattspyrnuvelli á Hrólfsskálamel í stað íbúðabyggðar. Samþykkt að senda hugmyndirnar til kynningar til meiri- og minnihluta.
  4. Árni tilkynnti að hann verður í leyfi frá nefndarstörfum frá 1. sept. til 15. desember. Hildigunnur Gunnarsdóttir tekur sæti hans á meðan.

Fundi slitið kl. 20.25.

Ritari fundar, Árni Einarsson.

Ásgerður Halldórsdóttir               Sjöfn Haraldsdóttir             Sigrún Edda Jónsdóttir

               sign                                          sign                                    sign

Hildigunnur Gunnarsdóttir             Árni Einarsson

               Sign                                          sign



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?