Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Haraldsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Haukur Geirmundsson og Lúðvík Hjalti Jónsson.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 2003.
- Íbúaþing.
- Erindi frá aðalstjórn Gróttu varðandi mfl.ka. í knattspyrnu.
- Úthlutun afreksstyrks.
- Önnur mál.
- Fjárhagsáætlun ÆSÍS var lögð fram við fjárhags- og launanefnd 29. október s.l. Gjöld umfram tekjur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003 eru kr. 104.208.000.-
- Formaður hvatti alla til að mæta á íbúþingið 9. nóvember n.k. Hauki falið að ræða við formann skipulags- og mannvirkjanefndar varðandi íbúaþingið um tillögur að breytingum á íþróttasvæðum bæjarins, s.s. byggingu gervigrasvallar og fyrirhuguðum breytingum á íþróttamannvirkjum.
- Erindi aðalstjórnar Gróttu varðandi mfl.ka. í knattspyrnu hefur ekki borist
formlega frá aðalstjórn. Ákveðið að formaður afgreiði erindið á milli funda.
- a) Fimleikadeild kr. 200.000.-
b) Meistaraflokkur kvenna Gróttu/KR kr. 200.000.- (áður úthlutað 100.000.-)
c) Unglingaráð handknattleiksdeildar kr. 200.000.-
d) Munnlegt erindi varðandi rekstrarstyrk meistaraflokks knattspyrnudeildar frá 1. sept. – 31.des. 2002 tekið fyrir. Ákveðið að óska eftir formlegu erindi.
- Önnur mál:
a) Lagt fram bréf Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra varðandi fundarsköp nefnda og boðun funda.
b) Opin leiksvæði á Seltjarnarnesi. Sjöfn Þórðardóttir lagið fram stutta úttekt sem hún og fleiri gerðu á leiksvæðum bæjarins s.l. vor. Málið tekið fyrir á næsta fundi ÆSÍS.
Fundi slitið kl.18:30.
Fundarritari: Hildigunnur Gunnarsdóttir.