Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.
Gestur: Margrét Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi.
Dagskrá:
- Tillaga að dagsetningum funda fyrir árið 2003.
- Æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir liðnu ári og verkefnum á vormánuðum. Beiðni um nýtt stöðugildi í félagsmiðstöðinni.
- Bréf frá Knattspyrnudeild Gróttu vegna staðsetningar gervigrasvallar.
- Tillaga ÆSÍS um staðsetningu gervigrasvallar.
- Tillaga ÆSÍS um breytingar á sundlaug.
- Íþróttamaður Seltjarnarness 2002.
- Önnur mál.
Fundargerð:
- Formaður lagði fram tillögu sem var samþykkt.
- Margrét sagði frá starfsemi Selsins á haustmánuðum og lagði fram samantekt um starfið. Fjölmörg verkefni voru í gangi og gott ástand á unglingunum að mati Margrétar. Unglingar sem tóku þátt í samstarfi við ýmsa aðila á vegum Selsins stóðu vel fyrir sínu.
Margrét lagði einnig fram samantekt um framtíðarsýn í æskulýðsmálum. Hún verður rædd á fundi ÆSÍS 11. febrúar nk.
Margrét lagði fram erindi um nýtt stöðugildi í félagsmiðstöðinni ásamt greinargerð. Það starf myndi m.a. fela í sér staðgöngu fyrir forstöðumann Selsins. ÆSÍS telur rétt að verða við þessu erindi og vísar því til fjárhags- og launanefndar til ákvörðunar. Sjá nánar meðfylgjandi gögn.
Ákveðið að æskulýðsfulltrúi sitji framvegis fundi ráðsins.
Margrét vék af fundi kl. 18.15.
- Stjórn knattspyrnudeildar kynnti hugmyndir sínar fyrir formanni á fundi 18. desember 2002. Í framhaldi af þeim fundi sendi stjórnin ÆSÍS erindi dags. 6. jan. 2003.
- Lögð fram drög að tillögu ÆSÍS um staðsetningu gervigrasvallar. Málið verður afgreitt á næsta fundi ráðsins.
- Drög að tillögu ÆSÍS um endurbætur á sundlaug lögð fram. Afgreidd á næsta fundi.
- Búið er að senda fjölmörgum aðilum beiðni um tilnefningar til íþróttamanns Seltjarnarness fyrir árið 2002. Samþykkt að tilkynna útnefninguna fimmtudaginn 13. febrúar nk.
- Önnur mál:
a) Ákveðið að halda sérstakan fund um æskulýðsmál 11. febrúar 2003.
b) Dreift afmælisboði frá Álfþóri B. Jóhannsyni fyrrverandi bæjarritara til ráðsfólks.
c) Erindi frá fimleikadeild um greiðslu systkinaafsláttar hjá deildinni.
d) Erindi frá Gróttu/KR vegna þorrablóts lagt fram til kynningar. Áréttað að farið sé að húsreglum ÆSÍS.
e) Bréf frá Ágústi Jóhannssyni þjálfara Gróttu/KR þar sem óskað er eftir styrk til þátttöku í þjálfaranámskeiði. Samþykkt að veita honum styrk að upphæð 30 þús. krónur.
f) Bréf frá Sören Lyberth vegna samskipta við Grænland, Danmörku og Kanada.
g) Bréf frá KSÍ varðandi gervigrasvöll við Valhúsaskóla. Samþykkt að vísa erindinu til tæknideildar.
h) Bréf frá Guðmundi Ingasyni varðandi gervigrasvöll við Valhúsaskóla.
i) Bréf frá Ragnheiði H. Þórarinsdóttur sem fylgibréf framkvæmdaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf að barna- og æskulýðsmálum til ársins 2005.
j) Bréf frá Magnúsi Inga Magnússyni um ferðastyrk til æfinga í Bandaríkjunum. Samþykkt að veita honum styrk að upphæð 30 þúsund krónur.
k) Bréf frá Berglindi Pétursdóttur þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna þjálfaranámskeiðs í Belgíu. Samþykkt að veita henni styrk að upphæð 30 þúsund krónur.
Formaður bauð ráðsfólki heim að loknum fundi.
Fundi slitið kl.18:25.
Fundarritari: Árni Einarsson.