359. (9.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 16. apríl 2012 kl. 17:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Guðrún Kaldal, Felix Ragnarsson, Magnús Örn Guðmarsson og Margrét Sigurðardóttir.
Áheyrnarfulltrúi Eva Margrét Kristinsdóttir boðaði forföll.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Ársreikningar Nesklúbbsins. Málsnúmer: 2012040026.
Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri golfklúbbs Nes fór yfir málefni klúbbsins. - TKS – Neshlaup/samningur. Málsnúmer: 2012020051.
Samningur á milli Seltjarnarnesbæjar og TKS hefur verið samþykktur af hálfu ÍTS. - Björgunarsveitin Ársæll - samningur. Málsnúmer: 2012040024.
Íþróttafulltrúa falið að ræða samningsdrög áfram við fulltrúa Ársæls. - Styrkbeiðni vegna Öldungamóts BLÍ. Málsnúmer: 2012040014.
ÍTS telur sig ekki geta orðið við erindinu þar sem styrkbeiðnin samræmist ekki styrkjareglum ÍTS. - Styrkbeiðni frá forvarnarfélaginu Dauðans alvara. Málsnúmer: 2012030001.
Æskulýðsfulltrúa falið að skoða málið áfram. - Styrkbeiðni frá hljómsveitinni Útidúr. Málsnúmer;2012040020.
Erindinu vísað til menningarnefndar. Á það skal bent að hljómsveitin hefur þegar þegið styrk frá Seltjarnarnesbæ vegna málsins. - Styrkbeiðni Nesklúbbs vegna æfingaferðar til Spánar: Málsnúmer: 2012030002.
Samþykkt kr. 140 þúsund. - 17. júní 2012. Málsnúmer: 2012040025.
Undirbúningur er kominn vel á veg. - Sumarnámskeið 2012. Málsnúmer: 2012110007.
Ýmsir fletir ræddir m.a. að koma upplýsingum inn á heimasíðuna sem fyrst. - Heimasíða Selsins. Málsnúmer: 2010090012.
Ný heimasíða verður opnuð bráðlega. - Styrkbeiðni vegna undankeppni EM hjá U-18 í Tyrklandi. Málsnúmer: 2012020050.
Samþykkt að veita Ólafi Ægi Ólafssyni og Vilhjálmi Geir Haukssyni kr. 20 þúsund hvorum.
Guðrún Kaldal vék af fundi undir liðum 12-18. - Ársreikningar Gróttu 2011. Málsnúmer: 2012040013.
Ársreikningar lagðir fram og málinu frestað til næsta fundar ÍTS. - Styrkbeiðni vegna áhaldakaupa fimleikadeildarinnar Gróttu. Málsnúmer: 2012030044.
Samþykkt að að koma umsóknum fimleikadeildar í fastari skorður í samræmi við fjárhagsáætlunargerð málaflokksins.
Íþróttafulltrúa falið að skoða styrkbeiðnina áfram í framhaldinu. - Styrkbeiðni vegna úrslitakeppni N1-deildar kvenna – HKND. Málsnúmer: 2012040015.
Samþykkt kr. 100 þúsund. - Styrkbeiðni vegna 4.fl ka í fótbolta til Danmerkur - 2 lið. Málsnúmer: 2012040016.
Samþykkt kr. 140 þúsund. - Styrkbeiðni vegna 4.fl kvk í fótbolta til Danmerkur - 2 lið. Málsnúmer:2012040016.
Samþykkt kr. 140 þúsnd. - Styrkbeiðni vegna 3.fl ka í fótbolta til Spánar - 2 lið. Málsnúmer: 2012040012.
Samþykkt kr. 140 þúsund. - Styrkbeiðni vegna 3.fl kvk í fótbolta til Spánar - 1 lið. Málsnumer: 2012040012.
Samþykkt kr. 140 þúsund. - Önnur mál:
- a) Tómstundastyrkir. Nefndin samþykkir breytingar á texta í samræmi við umræður.
b) Finnlandsferð starfsfólks Selsins. Forstöðumaður sagði frá velheppnaðri fræðsluferð til Finnlands.
c) Sumardagurinn fyrsti. Dagskrá með svipuðu sniði og venjulega.
d) Auglýsingaskilti. Kynntar voru hugmyndir handknattleiksdeildar vegna auglýsingaskiltis utanhúss.
Lárus B. Lárusson (sign)
Páll Þorsteinsson (sign)
Guðrún Kaldal (sign)
Felix Ragnarsson (sign)
Magnús Örn Guðmarsson (sign)