Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

271. fundur 08. apríl 2003

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir.

Gestir fundarins (sjá lið 5.a): Árni Þ. Árnason, Ingólfur Vignir Guðmundsson, Halldór Andrésson).

Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:

1. Sumardagurinn fyrsti.

2. Leikjanámskeið.

3. 17. júní.

4. Grasvöllur á Valhúsahæð.

5. Önnur mál.

a. Heimsókn stjórnar unglingaráðs Gróttu í handknattleik.

b. Umsókn um systkinaafslátt frá handknattleiksdeild.

c. Styrkir.

Fundargerð:

1. Margrét sagði frá undirbúningi og dagskrá hátíðarhaldanna, sem er með svipuðu sniði og verið hefur. Dagskráin verður á tímabilinu kl. 13-15 og verður auglýst í Nesfréttum.

2. Auglýst hefur verið eftir starfsfólki vegna námskeiðanna. Rætt var um fjölda barna á aldrinum 6-9 ára en námskeiðin eru ætluð þeim. ÆSÍS felur æskulýðs- og íþróttafulltrúa að kanna samstarf við Tæknideild um að koma upp smíðavelli á lóð Mýararhúsakóla. Bent var á aðstöðuna við Melaskóla í Reykjavík sem fyrirmynd.

3. Undirbúningur að dagskrá er að hefjast en gert ráð fyrir að hún verði með sama sniði og í fyrra.

Margrét vék af fundi kl. 18.oo.

4. Meira verður lagt í endurbætur vallarins í ár en verið hefur undanfarið og standa því vonir til þess að völlurinn verði betri nú. Mikilvægt er að vellinum verði hlíft til að byrja með og framkvæmdastjóra falið að finna aðstöðu til knattspyrnuæfinga annars staðar á meðan.

5. a. Stjórnin annast unglingastarf félagsins og tók að sér rekstur 2. og 3. flokks karla og unglingaflokks kvenna fyrir þremur árum, en áður voru þeir undir meistaraflokksráðum félagsins. Stjórnin óskaði eftir auknu framlagi af hálfu ÆSÍS til þess að mæta auknum kostnaði vegna reksturs þessara flokka og fjölgunar iðkenda á milli ára. Rætt um ýmsa möguleika við skiptingu fjármagns sem bæjarfélagið ver til íþróttastarfs. Málið verður rætt áfram innan ÆSÍS.

b. Lögð fram skrá um systkinaafslátt fyrir vorönn 2003. Samþykkt að greiða 197.344 krónur vegna þessa.

c.

>Samþykkt að veita Jónatan Arnari Örlygssyni 50 þúsund króna afreksstyrk.

>Lögð fram endurnýjuð beiðni frá Trimmklúbbi Seltjarnarness um styrk vegna Neshlaups 2003. Samþykkt að veita klúbbnum 50 þúsund króna styrk, auk sundkorta til útdráttarverðlauna. Einnig býður ÆSÍS þátttakendum í hlaupinu frítt í sund gegn afhendingu skráningarnúmera.

>Lögð fram beiðni frá Þorvaldi Þorvaldssyni um styrk. Samþykkt að veita honum styrk vegna framlags til æskulýðsstarfa að upphæð 100 þúsund krónur.

>Upplýst að ÆSÍS færði Ballettskóla Guðbjargar blómakörfu í tilefni af 20 ára afmæli skólans með þökkum fyrir samstarf við Íþróttamiðstöðina í gegnum árin.

>Móttekið bréf frá Nesklúbbnum um leiðréttingu á styrk vegna hækkunar á styrk, skv. samningi við klúbbinn. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir upplýsingum um barna- og unglingastarf á vegum klúbbsins á sumri komandi.

Fundi slitið kl. 20.00.

Ásgerður Halldórsdóttir Sigrún Edda Jónsdóttir Sjöfn Þórðardóttir
(sign)                                     (sign)                         (sign)

Árni Einarsson Nökkvi Gunnarsson
(sign)                     (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?