Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

274. fundur 16. september 2003

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson, Þór Sigurgeirsson, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir.
Forföll: Sigrún Edda Jónsdóttir.
Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:
1. Endurskoðuð fjárhagsáætlunar 2003.
2. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2004.
3. Hauststarf Selsins.
4. Handbók um fíkniefni og forvarnir.
5. Aðstaða til félagsstarfs fyrir börn og unglinga.
6. Önnur mál.

1. Rætt um athugasemdir framkvæmdastjóra íþróttasviðs og æskulýðsfulltrúa vegna rekstrarstöðu æskulýðs- og íþróttamála (málaflokks 6) sem lögð er til grundvallar endurskoðaðri fjárahagsáætlun ársins 2003. Hjá þeim kemur fram að nokkrir rekstrarliðir voru vanáætlaðir við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Tekið verður tillit til athugasemdanna við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

2. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004 þarf að endurskilgreina starfshlutföll í íþróttamiðstöð vegna stækkunar á húsnæðinu undanfarin ár og aukinnar starfsemi, m.a. vegna fjölgunar iðkenda og öryggismála. Skoða þarf viðhald á sundlaug með tilliti til væntanlegra nýframkvæmda við laugina.

3. MS lagði fram Selspikið, fréttabréf Selsins fyrir september 2003, kynnti vetrardagskrána og sagði m.a. frá heimasíðu Selsins. Foreldraröltið verður kynnt á námsefniskynningu í Valhúsaskóla nk. fimmtudag.

4. Lagt fram erindi frá Fræðslumiðstöð í fíknivörnum (FRÆ) frá 29. ágúst sl.um styrk til dreifingar á fræðsluriti til foreldra fermingarbarna á Seltjarnarnesi að upphæð 1.200 krónur fyrir hverja bók. Ritið er rúmlega 300 síður, ritað af 30 sérfræðingum á ýmsum sviðum sem tengjast áfengis- og fikniefnamálum.

ÁE vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna tengsla við FRÆ.
Erindið samþykkt.
ÁE kom aftur á fundinn.

5. Rætt um þörf á framtíðaraðstöðu vegna félagsstarfs barna- og unglinga á Seltjarnarnesi. Rætt um möguleika á aðstöðu fyrir aldurshópinn 16-18 ára, samnýtingu mismunandi aldurshópa á félagsaðstöðu. ÆSÍS beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að taka tillit til umræðu og óska unglingahóps á íbúaþingi um að byggja félags- og menningarmiðstöð ungs fólks á Nesinu. ÆSÍS leggur til að nefndin skoði þetta í þeirri vinnu sem framundan er við deiliskipulagningu á Hrólfsskálamel, sem nú stendur yfir.

6. a. Lagt fram bréf frá Kára Garðarssyni dags. 25. ágúst 2003 þar sem hann þakkar veittan styrk.

b. Lagt fram bréf frá knattspyrnudeild dags. 9. sept. 2003 um styrk til leigu á aðstöðu á gervigrasvöllum. Samþykkt að veita deildinni styrk að upphæð 350 þúsund krónur fyrir tímabilið nóv. – des. 2003.

c. Formaður sagði frá velheppnaðri skákhátíð í grunnskólum Seltjarnarness og þakkaði ráðsfólki aðstoð við framkvæmd þess.

d. SÞ afhendi tölvudisk með myndum úr vettvangskönnun um ýmislegt sem betur má fara á opnum leiksvæðum í bænum.

Fundi slitið kl. 19.40.

Ásgerður Halldórsdóttir
(sign)

Sjöfn Þórðardóttir
(sign)

Nökkvi Gunnarsson
(sign)

Árni Einarsson
(sign)

Þór Sigurgeirsson
(sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?