Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

31. október 2011

357. (7.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 31. október 2011 kl. 18:20 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Guðrún Kaldal, Felix Ragnarsson, Magnús Örn Guðmarsson og Margrét Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi.

Áheyrnarfulltrúi: Eva Margrét Kristinsdóttir boðaði forföll.

Gestir fundarins: Fulltrúar Gróttu þeir Haraldur Eyvinds Þrastarson formaður og Guðjón Norðfjörð gjaldkeri.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

Fundi stýrði Lárus B. Lárusson

  1. Fjárhagsáætlun 2012. Mnr. 2011110010. Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir fjárhagsáætlun sviðsins og æskulýðsfulltrúi yfir áætlun Selsins.
  2. Stefnumótun Mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum. Mnr.2011100030. Stefnumótunin lögð fram. Fundarmenn fagna tilkomu þessarar samþykktar og hvetur ÍTS Mennta- og menningamálaráðuneytið til þess að fara í svipaða vinnu fyrir æskulýðsmálin.
  3. Áfangaskýrsla framkvæmdahóps SSH í málaflokki 06. Mnr. 2011100006.
    Íþróttafulltrúi fór yfir áfangaskýrsluna og þær tillögur sem hópurinn hefur lagt fram.
    ÍTS fagnar þessari umræðu og geri ekki efnislengar athugasemdir við þær hugmyndir og tillögur sem settar eru fram í skýrslunni.
  4. Styrkbeiðni vegna Norðurlandamóts fatlaðra í sundi í Finnlandi. Mnr. 2011110005.
    Samþykkt að veita Önnu Kristínu Jensdóttur kr. 20 þúsund í styrk vegna Norðurlandamóts fatlaðra í sundi sem haldið var í Finnlandi.
  5. Rannsóknir & Greining – Könnun á líðan barna á Seltjarnarnesi. Mnr. 2011100013.
    Æskulýðsfulltrúi fór yfir könnunina. Þar kom fram hversu vel börn og ungmenni eru stödd á Seltjarnarnesi miðað við önnur sveitarfélög í áfengis- og vímuefnamálum. M.a. er að þakka frábæru starfi í íþrótta- og tómstundastarfi á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina.
  6. Samráðsfundur Fræðslusviðs og ÍTS um nýtingu íþróttamannvirkja. Mnr. 20110900052.
    Formaður sagði frá samvinnu fulltrúa frá ÍTS, Gróttu og Fræðslusviði vegna nýtingu tíma í íþróttahúsi.
  7. Málefni Selsins – ungmennaráð – vetrarstarf Selsins – húsnæðismál – heimasíða. Mnr. 2010090012.
    Æslulýðsfulltrúi fór yfir málefni Selsins:
    Samþykktur var 180 þúsund króna styrkur vegna heimasíðu Selsins.
    Rætt var um mikilvægi ungmennaráðs og leggur ÍTS áherslur á að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2012.
    Eins kom fram í máli æskulýðsfulltrúa að Selið hefur flutt aðstöðu sína tímabundið yfir í félagsheimilið vegna framkvæmda við hús Selsins. Mikil ánægja er með þessa breytingu meðal starfsmanna og ungmenna. Ráðsmenn telja húsnæði Selsins ekki ná að þjóna tilgangi sínum sem félagsmiðstöð og mæla með að skoðaðir verði möguleikar á að fá aðgang að félagsheimilinu að einhverju leiti áfram.

    Guðrún Kaldal vék af fundi undir málefnum Gróttu.
  8. Fjárhagsáætlanir aðalstjórnar og deilda Gróttu fyrir árið 2012. Mnr. 2011110011.
    Formaður og gjaldkeri aðalstjórnar Gróttu fóru yfir fjárhagsáætlanir aðalstjórnar og deilda Gróttu. Í máli þeirra kom fram að unnið er að gera allan rekstur deilda skilvirkari og stefnt er að því að deildir félagsins verði reknar með hagnaði á næsta rekstrarári.
  9. Styrkbeiðni vegna hljóðkerfis í samkomusal Gróttu. Mnr. 2011110003. Samþykkt að keyptir verði nýir hátalarar í samkomusal Gróttu að andvirði kr. 250 þúsund.
  10. Breyting á fulltrúa í undirbúningsnefnd vegna byggingu fimleikahúss. Mnr. 2011110004. Formaður tilkynnti um breytingu á fulltrúa í undirbúningsnefnd vegna byggingu fimleikahúss samkvæmt ósk Gróttu. Unnur Halldórsdóttir ritari aðalstjórnar tekur sæti Guðrúnar Kaldal.

 

Fundi slitið 19:35

Lárus (Sign)

Páll (sign)

Felix (Sign)

Guðrún K. (sign)

Magnús Örn (Sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?