354. (4.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 12.apríl 2011 kl. 16:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Guðrún Kaldal, Felix Ragnarsson, Páll Þorsteinsson og Margrét Sigurðardóttir
Forföll: Magnús Örn Guðmarsson.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Íþróttafélagið Grótta mnr. 2010110025
Vegna forfalla frestast þessi liður til næsta fundar. - Golfklúbbur Ness mnr. 2010050018
Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri klúbbsins mætti og farið var yfir hvernig barna og unglingastarfi klúbbsins verði háttað í sumar. Kom fram í máli Hauks að teknir voru 15 unglingar 15 ára og yngri af biðlista inn í klúbbinn. Fundarmenn voru sammála um að mikil breyting hafi orðið til batnaðar á barna og unglingastarfi klúbbsins. Þátttökugjöld Nesklúbbsins fyrir 20 ára og yngri eru lægst allra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu. H.Ó. vék af fundi. - Sumarnámskeið – kynning – rafræn skráning mnr. 201010028
Farið var yfir hvernig sumarnámskeiðum bæjarins og aðildarfélaga verður háttað í sumar. Þar sem skólaslit eru 27. maí er ákveðið að í vikunni 31. maí til 3. júní verði Skjólið opið til að brúa bilið fyrir foreldra, þangað til sumarnámskeiðin hefjast 6. júní. Stefnt að því að kynna þetta rækilega í gegnum heimasíðu bæjarins og Mentor ásamt heimasíðu Gróttu og Golfklúbbs Ness. Rætt var um að sníða sumarnámskeiðin að leikskólum og hafa sumarnámskeið ekki í gangi þegar leikskólarnir loka. - Ungmennaráð Seltjarnarness
Farið yfir starf ungmennaráðs og kom fram í máli Margrétar að áhugi væri hjá ráðinu að sækja um styrk til þess að taka á móti sænsku ungmennaráði sem þau heimsóttu til Svíþjóðar í fyrrasumar. Margréti og Hauki falið að kanna málið nánar. - Undirbúningur fyrir 17. júní mnr. 2011020061
Dagskrá verður með hefðbundnu sniði og undirbúningur kominn vel á veg. - Afreksstyrkir Gróttu
Greiddir voru afreksmannastyrkir til deilda Gróttu og til kjörinna íþróttamanna Seltjarnarness 2010. - Erindi frá fimleikadeild Gróttu mnr. 2011040015
Framkvæmdatjóra falið að ræða áfram við fimleikadeild Gróttu. - Styrkbeiðni mnr. 2011040014
Samþykkt að veita Nökkva Gunnarssyni kr. 30 þúsund króna styrk vegna golfnámskeiðs sem hann sótti í Belgíu.
Fundi slitið kl. 18:06
Lárus B. Lárusson sign.
Páll Þorsteinsson sign.
Guðrún Kaldal sign.
Felix Ragnarsson sign.