353. (3.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 15.febrúar 2011 kl. 16:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmarsson, Guðrún Kaldal, Margrét Sigurðardóttir og Felix Ragnarsson.
Forföll: Páll Þorsteinsson
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Fundaáætlun ÍTS. Fundaáætlun ÍTS lögð fram og samþykkt.
- Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2010 mnr. 2011020059.
Tilnefningar um íþróttamann og konu fyrir árið 2010 voru kynntar og ræddar og nefndin komst að samhljóma niðurstöðu sem verður kynnt fimmtudaginn 24.febrúar n.k. - Viðurkenningar fyrir félagsstörf 2010 mnr. 2011020059.
Tilnefningar um félagsmálafrömuð voru kynntar og ræddar og nefndin komst að samhljóma niðurstöðu sem verður kynnt fimmtudaginn 24.febrúar n.k. - Rafræn skráning sumarnámskeiða mnr. 2010110028.
Rætt um að auðvelda foreldrum skráningu á sumarnámskeið og að upplýsingarnar verði allar á einum stað á heimasíðu bæjarins. - Ársskýrsla Golfklúbbs Ness 2010 mnr. 2010050018.
Skýrslan lögð fram til kynningar. - Fjárhagsáætlun ÍTS 2011 mnr. 2010110002.
Fjárhagsáætlunin rædd og farið yfir helstu rekstrarliði. - Áramóta- og þrettándabrennur mnr.2010120035.
Samþykkt að leggja til að fresta þrettándabrennu á næsta ári. Æskulýðsfulltrúa falið að ræða við foreldrafélagið og kanna hug þeirra. - Styrkbeiðni vegna U-19 mnr. 2011020063.
Samþykktur 20 þús. króna styrkur til þriggja pilta úr Gróttu sem valdir voru í keppnisferð með U-19 í handknattleik til Noregs. - Félagsleg staða 16-20 ára ungmenna mnr. 2011010075.
Kynntar voru helstu niðurstöður Rannsóknar og greiningar um líðan ungs fólks utan skóla og hvar væri hægt að nálgast hana á netinu. - Forvarnarmál – Svavar Sigurðsso mnr. 2011020060.
ÍTS telur sig ekki geta orðið við erindinu. - 17.júní mnr. 2011020061.
Margréti æskulýðsfulltrúa falið að hefja undirbúning að 17.júní í samvinnu við formann ÍTS. - Sumardagurinn fyrsti mnr.2011020061.
Dagurinn lendir á skírdegi og inn í páskafríi og gæti því verið erfitt að manna daginn með starfsfólki og skemmtiatriðum. Í framhaldinu leggur ÍTS til að fella niður hátíðarhöld vegna þessa. - Málefni Selsins mnr. 2010090012.
Margrét fór yfir málefni Selsins og kom fram í máli hennar að starfið hefur gengið vonum framar á öllum sviðum. - Björgunarsveitin Ársæll.
Drög að samningi við Björgunarsveitina Ársæl lagður fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 18:30
Lárus b. Lárusson (sign)
Magnús Örn Guðmarsson (sign)
Guðrún Kaldal (sign)
Felix Ragnarsson (sign)
Fundi slitið kl. 18:30