Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

22. nóvember 2010

352. (2.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 22. nóvember kl. 16:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmarsson, Páll Þorsteinsson, Guðrún Kaldal, Felix Ragnarsson, Margrét Sigurðardóttir og Guðmundur Kristjánsson áheyrnarfulltrúi fjarverandi.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Fjárhagsáætlun Gróttu. Mnr. 201011002.
    Gunnar Gíslason form.aðalstjórnar og Guðjón Norðfjörð gjaldkeri kynntu fjárhagsáætlun Gróttu. Guðrún Kaldal vék af fundi undir þessum lið.
  2. Fjárhagsáætlun ÍTS. Mnr. 2010110002.
    Farið var yfir vinnu, undirbúning og forsendur við fjárhagsáætlun málaflokks 06. Fram kom að íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur þegar kynnt hugmyndir að hagræðingu og niðurskurði.
  3. Styrkbeiðni. Mnr. 2010110029.
    Samþykkt að veita 15 þús. króna styrk til Magnúsar G. Sigmundssonar vegna 1. stigs þjálfaranámskeiðis á vegum ÍSÍ.
  4. Styrkbeiðni. Mnr. 2010110030.
    Samþykkt að veita 5 piltum 20 þús. króna styrk vegna æfinga- og keppnisferðar U-17 ára landsliðs í handknattleik til Ósló. Þeir eru: Lárus Gunnarsson, Alex Victor Ragnarsson, Bjarni Guðmundsson, Ólafur Ægir Ólafsson og Vilhjálmur Hauksson.
  5. Styrkbeiðni. Mnr. 2010020009.
    Samþykkt að veita sunddeild KR 230 þús. króna árlegan styrk vegna starfa deildarinnar á Seltjarnarnesi.
  6. Styrkbeiðni. Mnr. 2010110026.
    Samþykkt að veita Dominiqua Alma Belányi kr. 20 þús. króna styrk vegna þátttöku hennar á Norður – Evrópumóti í áhaldafimleikum sem fram fór í Turku í Finnlandi.
  7. Systkinaafsláttur Gróttu. Mnr. 2010020010.
    Samþykkt að greiða Íþróttafélaginu Gróttu kr. 949,470 vegna systkinaafsláttar.
  8. Vilt þú hafa áhrif.
    Verkefni á vegum Umboðsmanns barna lagt fram til kynningar. Upplýsingunum vísað til Selsins/ungmennaráðs til meðferðar.
  9. Ísland á iði. Mnr. 201000041.
    Hvatningar og átaksverkefni á vegum ÍSÍ fyrir árið 2011 lagt fram. Lagt til að þetta verði auglýst á heimasíðu bæjarins og starfsfólk bæjarins hvatt til þátttöku.
  10. Rannsókn og greining. Mnr. 2010110027.
    Í skýrslunni kom fram mjög hátt hlutfall barna og unglinga sem stunda íþróttir og tómstundir á Seltjarnarnesi. Eins kom fram lágt hlutfall unglinga sem nota fíkniefni.
    ÍTS fagnar niðurstöðum skýrslunnar og þakkar gott starf í íþrótta- og tómstundamálum.
  11. Rafræn skráning sumarnámskeiða og tómstundastyrkja. Mnr. 2010110028.
    Margrét og Haukur kynntu þá vinnu sem fram hefur farið vegna málsins. Kom fram að það er til uppfærsla vegna sumarnámskeiðanna en ekki vegna tómstundastyrkjanna. Verið er að vinna í málinu þessar vikurnar og áætlað að niðurstaða liggi fyrir strax eftir áramót.
  12. Áskorun frá Velferðarvaktinni. Mnr. 2010110002.
    Áskorunin lögð fram og rædd. Lögð er áhersla á aðgæslu gagnvart öllum hópum samfélagsins í niðurskurði sveitarfélaganna. ÍTS tekur undir þau tilmæli.
  13. Vetrarstarf Selsins. Mnr. 2010090012.
    Margrét fór yfir vetrarstarfið, það sem liðið er og það sem er framundan.
    Starfið gengur mjög vel og góð mæting er hjá krökkunum.
  14. Gróttudagurinn.
    Guðrún Kaldal lagði til að borið verði upp við Gróttu að útvíkka árlegan Gróttudag og hafa víðtækari uppákomur yfir daginn. Virkja fleiri til þess að vera með dagskrá, eins og kirkjuna, Björgunarsveitina Ársæl, sundlaugina, Selið, bókasafnið og fleiri. Margréti, Guðrúnu og Felix falið að koma með nánari útfærslu og vera í sambandi við aðila innan bæjarfélagsins.

Fundi slitið kl. 17:55

Lárus B. Lárusson sign.

Magnús Örn Guðmarsson sign.

Páll Þorsteinsson sign.

Guðrún Kaldal sign.

Felix Ragnarsson sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?