351. (1.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 24.ágúst kl. 08:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmarsson, Páll Þorsteinsson, Guðrún Kaldal, Margrét Sigurðardóttir og Árni Einarsson.
Forföll: Felix Ragnarsson
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
Formaður ÍTS Lárus B. Lárusson bauð fundarmenn velkomna og lagði til að Páll Þorsteinsson yrði varaformaður nefndarinnar og var það samþykkt samhljóða.
- Fundaáætlun ÍTS.
Fundaáætlun ÍTS fram að áramótum er eftirfarandi:
Þriðjudagur 12.október kl. 16:00
Þriðjudagur 14.desember kl. 16:00 - Kynning á erindisbréfi ÍTS. Málsnúmer 2010090013
Erindisbréf ÍTS yfirfarið. - Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090007
Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Önnu Kristínar vegna undirbúnings fyrir HM í sundi fatlaðra - Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090007
Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Önnu Kristínar vegna HM í sundi í Hollandi. - Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090016
Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Ásrúnu Lilju vegna EM U-18 í handbolta í Gautaborg. - Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090008
Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Þráins Orra vegna EM U-18 í handbolta í Belgíu. - Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090008
Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Þráins Orra vegna lokakeppni EM U-18 í Svartfjallalandi. - Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090009
Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Steinunnar Helgu vegna Möltuferðar í A-landsliði í blaki. - Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090007
Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Árna Benedekts vegna EM U-18 í handbolta í Belgíu. - Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090010
Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Viggós Kristjánssonar vegna NM U-18 í knattspyrnu í Svíþjóð. - Styrkbeiðni vegna endurmenntunar – Nilsina Larsen Málsnúmer 2010060015
Því miður sér ráðið sér ekki fært að verða við beiðninni þar sem ÍTS hefur ekki það hlutverk að styrkja háskólanám. - Styrkbeiðni vegna leigu á fimleikaaðstöðu. Málsnúmer 2010040014
Samþykkt að veita fimleikadeild Gróttu styrk að upphæð 600 þúsund vegna leigu á fimleikasal Stjörnunnar. Ástæðan er aðstöðuleysi afrekshópa deildarinnar.
Undir þessum lið vék Guðrún Kaldal af fundi. - 17. júnískýrsla – samantekt Málsnúmer 2010040001
Skýrsla vegna hátíðarhaldanna á 17.júní lögð fram. Ráðið þakkar fyrir greinagóða skýrslu. - Ungmennaráð Seltjarnarness – miðlun upplýsinga á vef bæjarins.
Upplýsingar um ungmennaráð Seltjarnarness hefur verið sett inn á heimasíðu bæjarins. ÍTS telur æskilegt að hafa sér hnapp sem vísar beint á ungmennaráðið. Æskulýðsfulltrúa falið að kanna þann möguleika. - Ferð ungmennaráðs til Svíþjóðar. Málsnúmer 2010050027
Óskað var eftir að skýrsla ferðarinnar verði lögð fram á næsta fundi íTS. - Endurskoðun reglna ÍTS um styrkveitingar til hópa og einstaklinga. Málsnúmer 2010040069
Reglur ÍTS vegna styrkveitinga til hópa og einstaklinga ræddar. Ráðsmenn yfirfara fyrir næsta fund. - Sumarnámskeið bæjarins. Málsnúmer 2010090012
Farið yfir sumarstarf Selsins og áberandi hve mikil fækkun varð á fjölda barna s.l. sumar. Mikilvægt að taka upp rafræna skráningu og endurvekja samstarf við leikskóla vegna sundnámskeiða og bjóða samþættingu á leikja- og sundnámskeiðum. -
Fundi slitið kl. 9:10.