349. (43.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 31. mars 2010 kl. 08:00 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
Dagskrá:
- Ársskýrslur íþróttafélagsins Gróttu. Málsnr. 2010030060.
Kristín Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri félagsins og Andri Sigfússon, íþróttafulltrúi gerðu grein fyrir ársskýrslum einstakra deilda. - Ársskýrsla Golfklúbbsins Ness. Málsnr. 2009120021.
Samþykkt samhljóða að ítreka bókun frá 343. fundi nefndarinnar þar sem golfklúbburinn er hvattur til að gera í ársreikningi klúbbsins góða grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem fara í barna- og unglingastarf. - Styrkbeiðni 4.fl karla í knattspyrnu vegna Noregsferðar. Málsnr. 2010030066.
Samþykkt samljóða að veita 140.000 kr styrk. - Styrkbeiðni meistaraflokks karla í knattspyrnu vegna æfingaferðar til Spánar. Málsnr. 2010030067.
Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr styrk. - Styrkbeiðni Rústabjörgunarhóps björgunarsveitarinnar Ársæls. Málsnr. 2010020120.
Erindinu hafnað þar sem Fjárhags- og launanefnd hefur þegar styrkt verkefnið. ÍTS hvetur til þess að gerður verði rammasamningur milli bæjarfélagsins og Ársæls um samvinnu sbr. 347. fundargerð nefndarinnar. - Styrkbeiðni Friðriks Þjálfa Stefánssonar vegna Norðurlandamóts barna og unglinga í skólaskák 2010. Málsnr. 2010010110.
Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr styrk. - Áskorun til sveitarstjórna frá nemendum og kennurum við Tómstunda- og félagsmálafræðibraut á Menntavísindasviði HÍ um að standa vörð um frístundastarf. Málsnr. 2010030068.
Áskorunin lögð fram til kynningar. - Frítt í sund. Málsnr. 2010020089.
Framkvæmdastjóri sagði frá verkefninu „Íþróttavakning framhaldsskólanna“ á vegum Menntamálaráðuneytis. Hluti af verkefninu var svokölluð sundvika í febrúar sl. þar sem hvatt var til þess að framhaldsskólanemar fengju frítt í sund í eina viku. Sundlaugin tók þátt í verkefninu. - Málefni Selsins:
Undirbúningur gengur vel og dagskrá er tilbúin fyrir Sumardaginn fyrsta. Undirbúningsnefnd fyrir 17. júní hefur tekið til starfa.
Fundi slitið kl. 08:53
Lárus B. Lárusson (sign)
Felix Ragnarsson (sign)
Magnús Örn Guðmundsson (sign)
Páll Þorsteinsson (sign)
Unnur I. Jónsdóttir (sign)