Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

28. janúar 2010

348. (42.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 28. janúar 2010 kl. 08:10 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Nílsína Larsen Einarsdóttir og Haukur Geirmundsson. Magnús Örn Guðmundsson boðaði forföll
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

  1. Styrkbeiðni vegna Ólympíuhátíðar æskunnar í Finnlandi og Norðurlandamót unglinga í sundi.  mnr. 2010010085.
    Samþykkt samhljóða að veita þremur þátttakendum 20.000 kr. styrk hverjum.
  2. Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar á Norður-Evrópumót í Wales í fimleikum.  mnr. 2010010088.
    Samþykkt samhljóða að veita tveimur þátttakendum 20.000 kr. styrk hvorum.
  3. Styrkbeiðni vegna EUROGYM 2010 í Danmörku.  mnr. 2010010083.
    Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr. styrk vegna tveggja fararstjóra með þeim fyrirvara að styrkurinn fellur niður verði ferðin ekki farin.
  4. Þjónustu- og afnotasamningur knattspyrnuvalla.  mnr. 2010010063 
    Framkvæmdastjóri lagði samninginn fram til kynningar.
  5. Ársreikningur og skýrsla Golfklúbbs Ness 2009.  mnr. 2009120021 
    Frestað.

    Samþykktir á sambandsþingi UMFÍ.  mnr. 2009110062 
    Lagt fram til kynningar.
  6. Árlegur styrkur sunddeildar KR mnr. 2010020009
    Samþykkt samhljóða að veita deildinni 230.000 kr. styrk vegna starfsársins 2009.
  7. Systkinaafsláttur deilda Gróttu mnr. 2010020010
    Samþykkt samhljóða greiðsla á árlegum systkinaafslætti til Gróttu vegna 2009.
  8. Kjör íþróttmanns Seltjarnarness  2009.  mnr. 2010020011
    Farið var yfir þær tilnefningar sem borist hafa nefndinni vegna útnefningar til íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2009 og gengið frá vali.
    Kjörinu verður lýst í félagsheimilinu seinnihluta febrúar ásamt útnefningu og afhendingu viðurkenninga til ungs og efnilegs íþróttafólks ásamt félagsmálafrömuðum.

    Viðurkenningar fyrir félagsstörf. 2010020011
  9. Tillaga æskulýðsfulltrúa um viðurkenningar fyrir félagsstörf árið 2009 samþykkt samhljóða.
  10. Erindi Skáksambands Íslands mmr. 2010010110
    Lögð fram ósk um að fá að halda Íslandsmót á Seltjarnarnesi og framlag af hálfu bæjarins vegna húsnæðis, veitinga og lokahófs. Erindinu hafnað vegna kostnaðar.
  11. Málefni Selsins
  12. Nílsína sagði frá því sem efst er á baugi hjá Selinu. Undirbúningur fyrir Öskudag er vel á veg komin. Hún lagði til að komið verði á auknu samstarfi milli skóla, íþróttamiðstöðvar og íþróttafélags í samskiptamálum. Nefndin tekur undir þau sjónarmið í framhaldi af umræðu og framkvæmdarstjóra falið að koma þeim tilmælum til skólayfirvalda.
  13. Rekstur málaflokks 06 2009
    Framkvæmdastjóri  fór yfir rekstur málaflokksins.  Þar kom fram að rekstur ársins
     2009 er undir áætlun.  Þar komi til samhent átak allra starfsmanna. 
  14. Starfsáætlun 2010
    Starfsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs lögð fram til kynningar.
  15. Aðsóknartölur sundlaugar.
    Framkvæmdastjóri kynnti aðsóknartölur.
  16. Fundartími ÍTS fyrir árið 2010 mmr. 2010010109
    Formaður lagði fram fundartíma ÍTS fram til  31. maí 2010. Samþykkt samhljóða.

      

 

Fundi slitið kl. 09:20

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?