Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

23. nóvember 2009
347. (41.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 23.november 2009 kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Nílsína Larsen Einarsdóttir og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun Gróttu. Málsnúmer 2008050007
    Gunnar Gíslason, formaður Gróttu  og Kristín Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri félagsins fóru yfir rekstraráætlun Gróttu fyrir næsta rekstarár.
  2. Fjárhagsáætlun ÍTS. Málsnúmer 2009100048
    Framkvæmdastjóri kynnti vinnu við fjárhagsáætlun fyrir Íþrótta- og tómstundamál Seltjarnarnessbæjar 2010. Fram kom að fjárhagsáætlun 2009 muni að öllum líkindum standast.
  3. Erindi frá björgunarsveitinni Ársæli. Málsnúmer 2009090090
    Fulltrúar björgunarsveitarinnar, Borgþór Hjörvarsson, formaður og Helgi Pétursson, umsjónarmaður unglingastarfs kynntu starfsemi hennar í framhaldi af styrkumsókn sveitarinnar til bæjarsjóðs. Tekið er jákvætt í erindið almennt, en umsókn um styrk vísað til Fjárhags- og launanefndar. Vilji er hjá ÍTS til að skoða nánara samstarf við björgunarsveitina um unglingastarf.
  4. Erindi vegna Valhúsavallar. 2009090037
    ÍTS sýnir erindinu skilning og hvetur til þess að leitað verði leiða til að gera svæðið hæft til æfinga á sem hagkvæmastan hátt eða að leitað verði eftir leigu á sambærilegu æfingasvæði í nágrenninu. 
  5. Erindi frá meistaraflokki karla, handknattleiksdeild. Málsnúmer 2009110051
    Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr. styrk til ferðarinnar.
  6. Erindi frá aðalstjórn Gróttu vegna Svíþjóðarferðar 4.flokks karla og kvenna í handknattleik. Málsnúmer 2009110051
    Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr. styrk til ferðarinnar.  
  7. Skýrsla um sumarnámskeið. Málsnúmer 2008030060
    Nílsína lagði skýrsluna fram til kynningar. Lagt er til að skipaður verði samstarfshópur með þeim sem sjá um sumarstarf á vegum bæjarfélagsins. Skýrslunni vísað til Fjárhags- og launanefndar er varðar launaliði.
  8. Málefni Selsins. Málsnúmer 2008030060
    Nílsína sagði frá því helsta sem er á döfinni í starfsemi Selsins og sagði frá því að starfið hafi gengið vel það sem af er vetrar.
    Einnig lagði hún fram bréf frá Ungmennaráðinu til bæjarstjórnar og ÍTS.
    Markmið ungmennaráðs lögð fram og staðfest af ÍTS.
    Hvatt er til að netfang ungmennaráðs verði aðgengilegt á heimasíðu bæjarins ásamt tilgangi og markmiðum þess.  

 

Fundi slitið kl. 19:50

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?