340. (34.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 09. febrúar 2009 kl. 18:00 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Haraldur E. Þrastarson, Unnur I. Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Lárus B. Lárusson.
Dagskrá:
- Kjör íþróttmanns Seltjarnarness og félagsmálafrömuða 2008. mnr. 2008120040.
Farið var yfir þær tilnefningar sem borist hafa nefndinni vegna útnefningar til íþróttamanns og íþróttakonu ársins 2008. ÍTS samþykkir að útnefna Snorra Sigurðsson íþróttamann ársins 2008 og Önnu Kristínu Jensdóttur íþróttakonu ársins 2008.
Viðurkenningar fyrir félagsstörf. mnr. 2008120040
Tillaga æskulýðsfulltrúa um að þau Þráinn Orri Jónsson formaður og Gunnhildur Jónsdóttir varaformaður nemendaráðs og nemendur í Valhúsaskóla hlytu viðurkenningu fyrir félagsstörf árið 2008, samþykkt samhljóða
Kjörinu verður lýst í félagsheimilinu þriðjudaginn 10. febrúar 2009 kl. 1800 ásamt útnefningu og afhendingu viðurkenninga. - Afreksstyrkur. mnr.2008120040
Samþykkt samhljóða að veita fimleikadeild Gróttu 300.000 kr. afreksstyrk til kaupa á nýjum áhöldum fyrir deildina. Styrkurinn afhentur á íþróttamannskjörinu. - Erindi frá handknattleiksdeild Gróttu. Mnr. 2009020033
Óskað eftir styrk frá hnd.deild Gróttu til að standa straum af kostnaði við að bjóða öllum Seltirningum frítt á leik Gróttu – Selfoss í mfl.kk. þar sem Grótta hefur góð tök á að tryggja sér sæti í 1. deild á næsta ári. Samþykkt samhljóða að veita deildinni 75.000 kr. styrk sem er kostnaður við útprentun miða og auglýsinga. Boðsmiðum verður dreift á Nesinu í boði Seltjarnarnesbæjar/ÍTS.
Lárus B. Lárusson (sign)
Felix Ragnarsson (sign)
Haraldur E. Þrastarson (sign)
Magnús Örn Guðmundsson (sign)
Unnur I. Jónsdóttir (sign)