339. (33.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
- Kjör íþróttmanns Seltjarnarness og félagsmálafrömuða 2008. mnr. 2008120040.
Tilnefningar lagðar fram tilkynningar. Kjörinu verður lýst í félagsheimilinu þriðjudaginn 10. febrúar 2009 kl. 1800. - Lífshlaupið. Fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ mnr. 2009010076.
Lagt fram til kynningar. Erindið hefur verið sent til allra stofnana bæjarins og verður átakið kynnt á heimasíðu bæjarins. - Erindi frá forvarnarsviði slökkviliðsins: Tækifærisskemmtanir og brunaeftirlit mnr. 2008090068.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir erindinu. Haft hefur verið samráð við framkvæmdastjóra Umhverfis- og tæknisviðs mun hann gera viðeigandi ráðstafanir vegna úttektar á brunavörnum í íþróttahúsinu. - Styrkbeiðni fyrir Partille Cup 2009 mnr. 2009010012.
Framkvæmdastjóra falið að óska eftir áliti aðalstjórnar Gróttu á beiðninni. - Fjármálaráðstefna ÍSÍ skýrsla mnr. 2008120030.
Skýrsla lögð fram til kynningar. - Styrkbeiðni vegna þjálfarstyrks mnr. 2009010080.
Samþykkt samhljóða að veita Ásmundi Haraldssyni, yfirþjálfara Gróttu 30.000 kr. styrk vegna námskeiðs sem hann sækir í útlöndum. - Ársskýrsla Golfklúbbsins og unglingastarf mnr. 2008050039.
Framkvæmdastjóra falið að óska eftir nánari upplýsingum frá Golfklúbbi Ness er varðar unglingastarf klúbbsins í samræmi við umræður. - Staða vallarhúss mnr. 2003090031.
Formaður sagði frá gangi framkvæmda. - Nýr starfsmaður knattspyrnuvallar mnr. 2007020079.
Framkvæmdastjóri kynnti ráðningu nýs starfsmanns við gervigrasvöllinn við Suðurströnd, Bjarna Jakobs Stefánssonar sem hóf störf um sl. áramót. - Staða forvarnarstefnu Seltjarnarnesbæjar mnr. 2007120031.
MS sagði frá vinnu við forvarnarstefnuna sem er vel á veg komin. - Ungmennaráð - skipan þeirra og hlutverk mnr. 2008110011.
MS falið að leita eftir ábendingum um fulltrúa í ungmennaráð til stofnana og félaga sem vinna með unglingum á Seltjarnarnesi. - Endurbætur á stýri- og hreinsikerfum sundlaugarinnar.
Framkvæmdastjóri sagði frá framkvæmdum og endurbótum við kerfin í sundlauginni.
Ósk um samstarf frá Íþróttasambandi fatlaðra.
Lagt fram til kynningar.
Fundaáætlun ÍTS 2009
Lögð fram til kynningar og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 19:10
Lárus B. Lárusson (sign)
Felix Ragnarsson (sign)
Magnús Örn Guðmundsson (sign)
Páll Þorsteinsson (sign)
Unnur I. Jónsdóttir (sign)