Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

27. janúar 2009

339. (33.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
                                                                                                                       
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 

  1. Kjör íþróttmanns Seltjarnarness og félagsmálafrömuða 2008. mnr. 2008120040.
    Tilnefningar lagðar fram tilkynningar.  Kjörinu verður lýst í félagsheimilinu þriðjudaginn 10. febrúar 2009 kl. 1800.
  2. Lífshlaupið. Fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ mnr. 2009010076.
    Lagt fram til kynningar.  Erindið hefur verið sent til allra stofnana bæjarins og verður átakið kynnt á heimasíðu bæjarins. 
  3. Erindi frá forvarnarsviði slökkviliðsins: Tækifærisskemmtanir og brunaeftirlit mnr. 2008090068.
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir erindinu. Haft hefur verið samráð við framkvæmdastjóra Umhverfis- og tæknisviðs mun hann gera viðeigandi ráðstafanir vegna úttektar á brunavörnum í íþróttahúsinu.
  4. Styrkbeiðni fyrir Partille Cup 2009 mnr. 2009010012.
    Framkvæmdastjóra falið að óska eftir áliti aðalstjórnar Gróttu á beiðninni.
  5. Fjármálaráðstefna ÍSÍ skýrsla mnr. 2008120030.
    Skýrsla lögð fram til kynningar.
  6. Styrkbeiðni vegna þjálfarstyrks mnr. 2009010080.
    Samþykkt  samhljóða að veita Ásmundi Haraldssyni, yfirþjálfara Gróttu 30.000 kr. styrk vegna námskeiðs sem hann sækir í útlöndum.
  7. Ársskýrsla Golfklúbbsins og unglingastarf mnr. 2008050039.
    Framkvæmdastjóra falið að óska eftir nánari upplýsingum frá Golfklúbbi Ness er varðar unglingastarf klúbbsins í samræmi við umræður.
  8. Staða vallarhúss mnr. 2003090031.
    Formaður sagði frá gangi framkvæmda.
  9. Nýr starfsmaður knattspyrnuvallar mnr. 2007020079.
    Framkvæmdastjóri kynnti ráðningu nýs starfsmanns við gervigrasvöllinn við Suðurströnd, Bjarna Jakobs Stefánssonar sem hóf störf um sl. áramót.
  10. Staða forvarnarstefnu Seltjarnarnesbæjar mnr. 2007120031.
    MS sagði frá vinnu við forvarnarstefnuna sem er vel á veg komin.
  11. Ungmennaráð - skipan þeirra og hlutverk mnr. 2008110011.
    MS falið að leita eftir ábendingum um fulltrúa í ungmennaráð til stofnana og félaga sem vinna með unglingum á Seltjarnarnesi.
  12. Endurbætur á stýri- og hreinsikerfum sundlaugarinnar.  
    Framkvæmdastjóri sagði frá framkvæmdum og endurbótum við kerfin í sundlauginni.

    Ósk um samstarf frá Íþróttasambandi fatlaðra.
    Lagt fram til kynningar.

    Fundaáætlun ÍTS 2009
    Lögð fram til kynningar og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 19:10

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?