338. (32.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 8. desember 2008 kl. 17:30 í vallarhúsi íþróttavallar við Suðurströnd.
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
- Golfklúbbur Ness. Málsnúmer 2008120039
- Ársskýrsla og ársreikningur Golfklúbbsins Ness lögð fram til kynningar.
Umræðu frestað til næsta fundar.
- Undirbúningur fyrir kjör á íþróttakonu og íþróttamanni Seltjarnarness 2008. Málsnúmer 2008120040
- Stefnt er að því að kjörið fari fram í lok janúar 2009. Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir tilnefningum.
- Erindi frá ÍSÍ
Erindi vegna viðburða á vegum almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands lagt fram til kynningar.
- Grótta. Málsnúmer 2008050007
ÍTS samþykkir samhljóða að styrkja íþróttafélagið Gróttu um eina milljón krónur þar sem þunglega horfir við í rekstri félagins vegna þeirrar efnahagslægðar sem nú gengur yfir. Fyrir liggur að grundvöllur fyrir auglýsingastyrkjum og öðru sjálfsaflafé hefur gjörbreyst. Forráðamenn Gróttu hafa kynnt fyrir ÍTS endurskoðaða rekstraráætlun fyrir fjárhagstímabilið 2008-2009 þar sem fram kemur að reksturinn verði í járnum, jafnvel þó stórlega hafi verið brugðist við breyttum aðstæðum með endurskipulagningu alls rekstrarins. Í ljósi þessa breyttu aðstæðna vill ÍTS leggja til þennan varasjóð til að styrkja inniviði félagsins. Ráðið leggur áherslu á að félagið hlúi að og standi fyrst og fremst vörð um barna- og unglingastarf félagsins og að styrkurinn verði nýttur til uppbyggingar þess.
Jafnframt hvetur ÍTS félagið til að halda áfram að biðla til fyrirtækja og stuðningsaðila til að viðhalda áfram góðu samstarfi og meta samfélagslegt gildi íþrótta samhliða markaðslegum ávinningi þeirra sem styðja félagið.
- Selið
ÍTS samþykkir samhljóða að styrkja félagsmiðstöðina Selið um 300.000 kr. til tækjakaupa.
Fundi slitið kl. 18:10
Lárus B. Lárusson (sign)
Felix Ragnarsson (sign)
Magnús Örn Guðmundsson (sign)
Páll Þorsteinsson (sign)
Unnur I. Jónsdóttir (sign)