Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

30. október 2008

336. (30.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 30. október 2008 kl. 17:00 í hátíðasal Gróttu.
                                                                                                                     
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmundsson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

  1. Fjárhagsáætlun Gróttu.
    Frestað, þar sem fulltrúar Gróttu komust ekki á fundinn.
  2. Tómstundastyrkir. Málsnúmer 2008110008
    Umræðum um útvíkkun á reglum og skilyrðum tómstundastyrkja Seltjarnarnesbæjar ásamt orðalagsbreytingum framhaldið frá síðasta fundi nefndarinar. Samþykkt samhljóða að leggja til tvær eftirfarandi breytingar til útvíkkunar á reglunum:
    1. Að rýmka viðmiðunarreglur fyrir aldurshópinn 15 -18 ára sem eru til þess fallnar að þessi aldurshópur eigi kost á að nýta tómstundastyrkina til kaupa á líkamsræktarkortum. Markmið breytingarinnar er að hvati til hreyfingar verði sem mestur hjá þessum aldurshópi, enda kemur glögglega í ljós að töluvert brottfall á sér stað á þessum aldri í íþróttum og tómstundum. Sterkar vísbendingar gefa til kynna að þessi markhópur myndi kjósa sér að stunda einhverskonar líkamsrækt á þessu aldursbili.
    2. Að styrkþegar geti valið um að ráðstafa tómstundastyrknum til niðurgreiðslu á þáttökugjöldum á tónlistarnámi líkt og annað listnám sem telst styrkhæft þar sem hluti barna sem eiga rétt á styrk stunda eingöngu tónlistarnám sem tómstund.

    Ræddar voru tillögur MS um að tómstundastyrkir gætu nýst sem niðurgreiðsla á húsaleigukostnaði hljómsveita í Selinu/Tónlistarþróunarmiðstöðinni. Nefndin telur að það rúmist ekki innan reglnanna en vill gjarnan skoða með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við þau ungmenni sem stunda eingöngu þá iðju.
  3. Ungmennaráð - skipan þeirra og hlutverk. Málsnúmer 2008110011
    MS sagði frá ráðinu og Nemendaráði Valhúsaskóla sem nú gegnir einnig hlutverki ungmennaráðs til reynslu.  Það fyrirkomulag verður endurskoðað í janúar 2009.
  4. 17. júní 2008-2009. Málsnúmer 2008050038
    Skýrsla MS um hátíðahöldin í ár lögð fram til kynningar. Skýrslan rædd og hugsanlegar breytingar á staðsetningu hátíðahaldanna og aukin kostnaður samfara slíkri ákvörðun.
  5. Fjárhagsáætlun 2009. Málsnúmer 2008100049
    HG kynnti vinnu við fjárhagsáætlun.
  6. Styrkbeiðni vegna Evrópumóts í Belgíu í hópfimleikum. Málsnúmer 2008110009
    Samþykkt samhljóða að veita Gunnari Sigurðssyni 20.000 kr. styrk.
  7. Vallarhús og stúka
    Formaður sagði frá stöðu framkvæmda.
  8. Erindi frá Knattspyrnusambandi Íslands. Málsnúmer 2008110010
    Aukið framlag KSÍ til barna- og unglingstarfs aðildarfélaga sambandsins kynnt.
  9. Norden Cup 2008. Málsnúmer 2008110012
    Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr. í ferðastyrk fyrir einn þjálfara og einn fararstjóra vegna Norden Cup 2008 í Gautaborg.
  10. Ósk um styrk til niðurfellingar á aðgangseyri vegna bikarleiks. Málsnúmer 2008110013
    Erindinu hafnað samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 18:25

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Magnús Örn Guðmundsson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?