Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

26. ágúst 2008

334. (28.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 26. ágúst 2008 kl. 14:00 í hátíðasal Gróttu.
                                                                                                                 
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.  
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

  1. International Children's Winter Games 2009 Málsnúmer: 2008070006
    Boð um þátttöku á leikunum lagt fram til kynningar.
  2. ADHD ráðstefna
    Gögn um ráðstefnuna lögð fram til kynningar. 
  3. Styrkbeiðni vegna keppnis- og æfingaferðar meistaraflokks karla í handknattleik Málsnúmer: 2008090001
    Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr. styrk vegna þjálfara og liðsstjóra.
  4. Leikhópurinn Lotta.  Ósk um styrk. Málsnúmer: 2008090006
    Erindinu vísað til Menningarnefndar.
  5. Knattspyrnufélagið Selirnir. Málsnúmer: 2008050001
    Lögð fram beiðni um styrk vegna þátttöku á ReyCup. Samþykkt samhljóða að veita félaginu 70.000 kr. styrk.
  6. Umferðarhraði á Suðurströnd. Málsnúmer: 2007090008
    Líkt og fyrr eru nefndarmenn sammála um að 60 km/klst sé of mikill hraði í nágrenni skóla og íþróttaaðstöðu. Ráðið ítrekar bókun sína frá fundi 28. ágúst 2007 þar sem lagt var til að hámarkshraði á Suðurströnd við íþróttahús, sundlaug og knattspyrnuvöll verði lækkaður úr 60 km/klst. í 30 km/klst. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.
  7. Ólympíuleikarnir í Peking
    Formaður sagði frá samkomu sem ÍTS efndi til í tilefni af úrslitaviðureign á milli Íslands og Frakklands í handknattleik. Þátttaka var góð, uþb. 200 manns mættu til að horfa á beina útsendingu og ríkti sannkölluð þjóðhátíðarstemmning í íþróttahúsinu á meðan á leik stóð. ÍTS bauð áhorfendum upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð í tilefni dagsins og glæsilegs árangurs íslenska landsliðsins.
    Formaður vill koma fram þökkum til Felix Ragnarssonar, Ingimars Sigurðssonar og Inga Ágústssyni vegna  aðstoðar við framkvæmdina. 

 

Fundi slitið kl. 14:33

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Haraldur E. Þrastarson (sign)

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?