333. (27.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 24. júní 2008 kl. 17:30 í hátíðasal Gróttu.
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
- Vettvangsferð um stúkusvæðið
Framkvæmdir við stúku, búnings- og félagsaðtöðu við íþróttavöllinn skoðaðar undir leiðsögn formanns. - Dagskrá 17. júní 2008 og 2009 Mnr. 2008050038
MS sagði frá hátíðarhöldunum 17. júní sem þóttu takast vel og voru vel sótt. MS falið að leggja drög að dagskrá og skipulagi hátíðarhalda næsta árs með það að leiðarljósi að skoða nýjar útfærslur meðal annars að nýta íþróttasvæði bæjarins og skrúðgarðinn við Bakkavör undir hátíðarhöldin.
- Styrkbeiðni - Fótboltasumarið 2008 Mnr. 2008060013
Beiðni frá tímaritinu “Fótboltasumarið 2008” sem gefið verður út til kynningar á starfsemi liðanna í 1. og 2. deild í knattspyrnu. Samþykkt samhljóða að veita 30.000 kr. styrk.
- Styrkbeiðni - Partille Cup Mnr. 2008080006
Beiðni frá handknattleiksdeild Gróttu um styrk vegna fararstjóra á Partille Cup. Þar sem óvenju stór hópur fer að þessu sinni, eða á milli 150 og 160 manns var samþykkt samhljóða að veita styrk vegna tveggja fararstjóra hjá drengjaflokki og tveggja fararstjóra hjá stúlknaflokki, samtals 140.000 kr. til hvors flokks.
- Fundir / fundagerðir vegna áætlunar um Heilsustefnu. Mnr. 2008050024
HG lagði fram fundargerðir vegna áætlunarinnar.
- Gervigrasvöllur við Mýrarhúsaskóla Mnr. 2006060002
HG sagði frá fyrirhuguðum framkvæmdum við völlinn.
- Innanstokksmunir í vallarhús og stúku Mnr. 2003090031
Formaður og framkvæmdarstjóri lögðu fram lista yfir innanstokksmuni og annan lausabúnað fyrir vallarhús/stúku. Samþykkt samhljóða að framkvæmdarstjóra verði falið að óska eftir fjárveitingu til Fjárhags- og launanefndar í samræmi við umræður.
- Ungt fólk 2007 - framhaldskólanemar Mnr. 2007010077
Könnunin Ungt fólk 2007 – Framhaldsskólanemar lögð fram.
- Sumarnámskeið Selsins
Sumarnámskeiðin fara vel af stað og eru vel sótt enda una þátttakendur hag sínum vel í endalausri veðurblíðu á Seltjarnarnesi.
- Hljómsveitaraðstaða Selsins - nýtt rými Mnr. 2007050032
MS sagði frá undirbúningi fyrir nýja aðstöðu fyrir hljómsveitaæfingar sem er vel á veg
Fundi slitið kl. 18:59
Lárus B. Lárusson (sign)
Felix Ragnarsson (sign)
Haraldur E. Þrastarson (sign)
Páll Þorsteinsson (sign)
Unnur I. Jónsdóttir (sign)