330. (24.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 31. mars 2008 kl. 18:00 í hátíðasal Gróttu.
Mættir voru: Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
- Umsókn um styrk v /Skólahreysti 2008
Samþykkt samhljóða að veita 50.000 kr. styrk.
- Hestamannamót framhaldskólanna 2008 – styrktarlína
ÍTS telur sig ekki geta orðið við erindinu.
- Umsókn um styrk vegna landsliðsferða
Lögð fram beiðni frá Lilju Jónsdóttur um styrk vegna tveggja keppnisferða með landsliðinu í blaki. Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr. styrk til hvorrar ferðar.
- Fundargerð samráðshóps um vímuvarnir, málsnúmer: 2008030060
Fundargerð samstarfshóps um vímuvarnir lögð fram til kynningar.
- Sumardagurinn fyrsti, málsnúmer: 2008030060
MS sagði frá undirbúningi dagskrár sem verður í samvinnu við Gróttu eins og undanfarin ár.
- Vorferðir á vegum Valhúsaskóla, málsnúmer: 2008030060
Hefðbundin ferð við lok samræmdra prófa verður ekki farin að þessu sinni þar sem próflok ber upp við Hvítasunnu. Þórsmerkurferð verður farin að venju.
Fundi slitið kl. 18:40
Lárus B. Lárusson (sign)
Felix Ragnarsson (sign)
Haraldur E. Þrastarson (sign)
Páll Þorsteinsson (sign)
Unnur I. Jónsdóttir (sign)