Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

326. fundur 11. desember 2007

326. (20.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 11. desember 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30.

                                                                                                                    

Mættir voru: Lárus B. Lárusson,  Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.           

  1. Fundir ÍTS. fyrir árið 2008, m. Málsnr. 2007010003
    Formaður lagði fram áætlun um fundi ÍTS fyrir árið 2008.
    Samþykkt samhljóða.

  2. Forvarnarstefna Seltjarnarnesbæjar, málsnr. 2007120031
    Þorsteinn Sveinsson og Margrét Sigurðardóttir kynntu nýja forvarnarstefnu sem er í vinnslu og stefnt er að út komi vorið 2008.  ÍTS lýsir ánægju sinni með þetta framtak og leggur áherslu á að forvarnarstefnan nái til allra aldurshópa. ÍTS mun skila inn tillögum sem gætu nýst sem innlegg í þá vinnu sem nú fer fram. 

  3. Fundargerð vímuvarnarhópsins, málsnr. 2003100045
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

  4. Heildarskipulag vestursvæða Seltjarnarness,  málsnr. 2007100052

    Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt hjá Hornsteinum og Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ kynntu vinnu við skipulag vestursvæðanna og kölluðu eftir hugmyndum.

  5. Undirbúningur að kjöri íþróttamanns/konu Seltjarnarness  2007, málsnr. 2007120028
    Stefnt er að því að kjörið fari fram í lok janúar 2008.  Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir tilnefningum.

  6. Skólalóð Mýrarhúsaskóla, málsnr. 2006060002
    Formaður kynnti drög að nýju skipulagi á skólalóð Mýrarhúsaskóla.  ÍTS lýst vel á drögin og fagnar því að til standi að ráðist verði í endurbætur á skólalóðinni.

  7. Endurgreiðslur tómstundastyrkja, málsnr. 2007120029
    Formaður kynnti fyrirhugaða endurgreiðslu tómstundastrykja í janúar 2008 og gerði grein fyrir þvi hvernig kynningu á endurgreiðslunni hefur verið háttað. 

  8. Stúka og vallarhús.  Jarðvegsvinna og uppsteypa, málsnr.  2005120035
    Formaður kynnti stöðu framkvæmda við knattspyrnuvöllinn.

  9. Breyting á gjaldskrá sundlaugar og íþróttahúss , málsnr. 2007120030
    Haukur Geirmundsson kynnti hækkanir á gjaldskrá sundlaugar sem taka gildi í janúar 2008.  Samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Framkvæmdir ganga nokkuð vel varðandi World Class og verktakar stefna að því að klára innandyra fyrir jól. Gert er ráð fyrir opnun WC  fljótlega eftir áramót.

    Til stendur að lengja opnunartíma laugarinnar og því fylgja breytingar á vaktatöflum.  Verið er að skoða leiðir í sambandi við sameiginlega afgreiðslu sundlaugar og WC. 

  10. Frítt í sund / Eldri borgarar, málsnr. 2007120030
    Formaður leggur til að vakin sé betri athygli á því að frítt er í sund fyrir eldri borgara á Seltjarnarnesi.  Framkvæmdastjóra falið að skoða leiðir til þess.

  11. Samstarfsamningur Gróttu, málsnr. 2007100067
    Formaður kynnti þá ákvörðun bæjarstjórnar að veita Gróttu hækkun á rekstrarstyrk auk þess sem samstarfssamingur við íþróttafélagið til fimm ára er í burðarliðnum. 

  12. Ballettskóli Guðbjargar 25 ára starfsafmæli, málsnr.
    ÍTS óskar Guðbjörgu til hamingju með afmælið.  Formaður færði henni blómvönd fyrir hönd ÍTS á afmælishátíð skólans. 

 

Selið: 

  1. Fyrsta des ball 10. bekkjar og jólaball Valhúsaskóla
    Skemmtanirnar fóru vel fram og voru fjölsóttar.  Þeir fulltrúar ÍTS sem sóttu 1.des. skemmtunina með börnum sínum lýstu einróma ánægju með leiksýninguna og samkomuna í heild. 

    ÍTS beinir því til skólayfirvalda að það fyrirkomulag að 1. des. ballið og jólaballið eru haldin með fjögurra daga millibili rétt fyrir jólapróf verði endurskoðað. Hvatt er til þess að allir skólar í bænum skipuleggi starfið í desember saman, til þess að fyrirbyggja að atburðir raðist of þétt á sama tíma og jólapróf eru þreytt.   

  2. Áramóta- og þrettándabrennur
    Fyrirkomuleg verður með hefðbundnu sniði.  Undirbúningur er á áætlun.

  3. Legó liðið
    MS kynnti góðan árangur liðsins.

  4. Undirbúningur að kjöri félagsmálafrömuða 2007, málsnr. 2007120028
    Stefnt er að því að kjörið fari fram í lok janúar 2008.
    MS falið að kalla eftir tilnefningum.


Fundi slitið kl. 18:59

 

Lárus B. Lárusson (abbr title="signature">sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Haraldur E. Þrastarson (sign)               

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?