325. (19.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
- Fjárhagsáætlun 2008. Málsnr. 2007090070
Drög að fjárhagsáætlun lögð fram til umræðu. Framkvæmdastjóri bendir á lágar viðhaldstölur vegna sundlaugar og íþróttahúss.
- Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Gróttu. Málsnr. 2007050011
ÍTS leggur til að rekstarstyrkur til Gróttu verði hækkaður til að standa straum af ráðningu starfsmanns til félagsins og að tekið verði tillit til almennra hækkana á rekstrarkostnaði.
Samþykkt með 4 atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði minnihlutans. Áætluninni vísað til Fjárhags- og launanefndar.
Fulltrúi Neslistrans lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Neslistans vekur athygli á því að meirihlutinn skuli ekki geta tekið afstöðu til rekstarstyrkshækkunar í krónum til aðalstjórnar Gróttu.
Felix Ragnarsson (sign)
Fulltrúi Neslistrans lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Neslistans greiðir atkvæði gegn tillögu meirihluta ÍTS vegna eftirfarandi:
Íþróttafélagið Grótta hefur síðustu 40 ár verið einn stærsti aðilinn í að skapa góðan bæjarbrag á Seltjarnarnesi. Félagið hefur haldið úti metnaðarfullu barna- og unglingastarfi og er þar með stærsti einstaki aðilinn í forvörnum gegn ávana- og fíkniefnum. Félagið hefur það að markmiði sínu að ala upp heilbrigða einstaklinga og kenna þeim að vinna saman í leik og keppni.
Rekstur íþróttafélags krefst mikillar sjálfboðavinnu, þrátt fyrir mikið sjálfboðastarf þarfnast rekstur félagsins mikils fjármagns en þar hefur félagið notið velvildar bæjarsjóðs.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 kemur fram aukin þörf fyrir styrk til rekstursins. Áætlun Gróttu er í alla staði vel unnin og ekki verður séð að hægt sé að hafna þessari ósk án þess að gera ráð fyrir því að þjónusta félagsins verði ekki sú sama og síðustu misseri.
Ég vil ekki vera ábyrgur fyrir slíku, enda lít ég svo á að félagið sé einn af hornsteinum bæjarfélagsins.
Felix Ragnarsson (sign)
Framkvæmdastjóra falið að fá nánari athugasemdir frá Gróttu vegna samningsins.
- Önnur mál.
-
- Alþjóðaleikar ungmenna. Málsnr. 2007050002
Þakkir færðar til bæjarins og þátttakenda frá mótshöldurum Alþjóðaleika ungmenna, sem haldnir voru s.l. sumar.
- Alþjóðaleikar ungmenna. Málsnr. 2007050002
Fundi slitið kl. 18:50
Lárus B. Lárusson (sign)
Felix Ragnarsson (sign)
Haraldur E. Þrastarson (sign)
Páll Þorsteinsson (sign)
Unnur I. Jónsdóttir (sign)