Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

324. fundur 19. október 2007

324. (18.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 19. október 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 16:30.             

Mættir voru: Lárus B. Lárusson,  Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.           


  1. Drög að samstarfssamningi Seltjarnarnesbæjar og Gróttu mnr. 2007100065

    Drög að samstarfssamningi Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu lagður fram til umræðu.  Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með að samningurinn skuli vera í burðarliðnum. 
    Formanni falið að kynna drögin fyrir Gróttu.

  2. Starfslýsingar starfsmanna Íþróttafélagsins Gróttu mnr. 2007080007

    Lagðar fram starfslýsingar fyrir framkvæmdastjóra félagsins og viðbótarstarfsmann.  Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir nánari upplýsingum um umfang viðbótarstarfsins og kostnað við það umfram þá fjármuni sem þegar er varið til að standa straum af kostnaði við viðbótarstarfsmann.    

  3. Fjárhagsáætlun Íþróttafélagsins Gróttu  mnr. 2007100065

    Lögð fram fjárhagsáætlun Gróttu til kynningar.  Hjalti Ástbjartsson og Gunnar Gíslason kynntu rekstaráætlun 2008. 

  4. Erindi vegna gervigrasvallar mnr.2003090031

    Lagt fram erindi frá yfirþjálfara knattspyrnudeildar um að hafa kveikt á lýsingu á gervigrasvelli fram eftir kvöldi.  Tekið er jákvætt í erindið og framkvæmdastjóra falið að skoða mögulega framkvæmd þegar framkvæmdum við völlinn verður lokið.

  5. Erindi vegna knattspyrnuaðstöðu  mnr. 200700065
    Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild vegna knattspyrnuaðstöðu.  Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.

  6. Vetrarstarf Selsins mnr. 2007100066
    MS sagði frá yfirstandandi starfi í Selinu.  Starfið hefur farið vel af stað í haust og að venju er boðið upp á fjölbreytta starfsemi. 

  7. Húsnæðismál Selsins mnr. 2007100066
    Fulltrúar meirihluta ÍTS sögðu frá þeirri ákvörðun að Selið fær á næstunni til afnota viðbótarhúsnæði í kjallara Heilsugæsluhússins sem m.a. verður notað til að útvega unglingahljómsveitum á Seltjarnarnesi æfingaaðstöðu. 

  8. Danmerkurferð FÍÆT. (www.fiaet.is) mnr. 2007100066
    Upplýsingar um ferðina lagðar fram til kynningar.

  9. Foreldrarölt mnr. 2007100066

    Röltið hefur gengið vel í haust og er yfirleitt ágætlega mannað.  Sundum hefur þó borið á manneklu.

  10. Önnur mál.
    • Beiðni um styrk vegna þátttöku á Norðurlandamóti stúlkna í skólaskák.  Málsnúmer 2007100063. Samþykkt samhljóða að veita 20.000 kr. styrk.

    • ÍTS hvetur til þess að ítrustu kröfur verði gerðar um öryggi barna á meðan á framkvæmdum í nágrenni skólana standa yfir.

    • ÍTS. hvetur til þess að gjaldskrá Gróttu verði gerð aðgengileg á vef félagsins.

 

Fundi slitið kl. 18:21

 

Lárus B. Lárusson (sign)

Felix Ragnarsson (sign)

Haraldur E. Þrastarson (sign)               

Páll Þorsteinsson (sign)

Unnur I. Jónsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?