322. (16.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 28. ágúst 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
- Tómstundastyrkir - athugasemdir - umfjöllun málsnr. 200080027
Formaður fór yfir innleiðingu tómstundastyrkjanna og sagði frá þeirri kynningu sem fram hefur farið. Athugasemdir frá bæjarbúum vegna þess að tónlistarnám er ekki styrkt með tómstundastyrkjum lagðar fram. Þær verða hafðar til hliðsjónar þegar fyrirkomulag styrkjanna verður endurskoðað. ÍTS. bendir á að hægt sé að stunda afmörkuð tónlistarnámskeið svo sem söngnámskeið, gítarnámskeið o.s.frv. á vegum tónlistarskóla sem uppfylla reglurnar.
- Tómstundakönnun - niðurstöður málsnr. 2007050011
Fjallað var um helstu niðurstöður könnunar sem gerð var s.l. vor til að sjá hvort og þá hvaða áhrif tómstundastyrkir munu hafa á þáttöku barna og unglinga á Seltjarnarnesi í íþrótta- og tómstundastarf.
- Styrkbeiðni frá sunddeild KR. málsnr. 2007090004
Samþykkt samhljóða að veita deildinni 220.000 kr. styrk.
- Styrkbeiðni v/fiðlunáms málsnr. 2007070005
Vísað til Menningarnefndar.
- Styrkbeiðni v/landsliðsferðar málsnr. 2007090005
Samþykkt samhljóða að veita tveimur leikmönnum í U19 landsliðs kvenna 20.000 kr. ferðastyrk hvorum. *
- Styrkbeiðni v/heimsmóts skáta málsnr. 2007080001
Óskað verður eftir nánari upplýsingum um starf Ægisbúa áður en tekin verður afstaða til styrkbeiðninnar.
- Styrkir ÍTS til Gróttu málsnr. 2007090006
Framkvæmdastjóri lagði fram yfirlit yfir styrki til Gróttu frá 1997.
- Slys við íþróttahús málsnr. 2007080006
Lögregluskýrsla lögð fram til kynningar.
- Ábyrgð vegna skólabarna í sundi málsnr. 2007090007
Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra íþrótta- tómstundasviðs og skólastjóra grunnskólans um skiptingu ábyrgðar milli starfsmanna sundlaugar og íþróttakennara við skólasund.
- Umferðarmál íþróttamiðstöðvar málsnr. 2007090008
Samþykkt samhljóða að leggja til að hámarkshraði frá gatamótum Nesvegar og Suðurstrandar að knattspyrnuvelli verði lækkaður úr 60 km./km. í 30 km/klst. og að hraða þurfi úrbótum fyrir hringakstur við íþróttamiðstöðina.
- Íþróttafulltrúi málsnr. 2007080007
Erindi frá Gróttu vegna iþróttafulltrúa lagt fram. ÍTS tekur jákvætt í erindi Gróttu. Framkvæmdastjóra falið að leggja fram drög að starfslýsingu íþróttafulltrúa á næsta fundi.
Önnur mál
Sumarstarf Selsins. MS lagði fram skýrslur um sumarstarf Selsins.
Fundi slitið kl. 19:45
Lárus B. Lárusson (sign)
Felix Ragnarsson (sign)
Haraldur E. Þrastarson (sign)
Páll Þorsteinsson (sign)
Unnur I. Jónsdóttir (sign)