321. (15.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 12. júní 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson og Páll Þorsteinsson. Forföll boðuðu Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
- Ársreikningur Gróttu Málsnúmer.20070060061
Bjarni Torfi Álfþórsson kynnti ársreikninga Gróttu 2006.
- Tómstundakönnun ÍTS. Málsnúmer 2007050011
Nýgerð könnun um íþrótta- og tómstundaiðkun barna á Seltjarnarnesi lögð fram.
- Kynning - Allir í sund. Málsnúmer 2006080033
Laugardaginn 9. júní samfara menningarhátíð Seltjarnarnesbæjar var frítt í sund og samstarfsverkefni Símans, sundsambandsins og sveitarfélaga sem hefur fengið nafnið "Allir í sund" var einnig þennan sama dag. Samstarfsverkefnið er haldið víðs vegar um landið á þessum degi og er hugsuð sem hvatning til sundiðkunar. Aðsókn í laugina var góð og stemmning fín.
- Styrkbeiðni. Heimsmeistaraleikar barna í hreysti í Malasíu. Málsnúmer 2007050038
Samþykkt samhljóða að veita 70.000 kr. til fararinnar.
- Styrkbeiðni frá Skólahreysti. Málsnúmer 2007050019
Samþykkt samhljóða að styrkja keppnina um 50.000 kr.
- Æskulýðslög. Málsnúmer2007050064
Ný lög lögð fram til kynningar.
- Erindisbréf ÍTS. Málsnúmer 2003020049
Lagt fram erindisbréf fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Seltjaranrness sem samþykkt var í bæjarstjórn 11.04.07.
- Systkinaafsláttur vegna handknattleiksdeildar Gróttu. Málsnúmer 2007060062
Samkykkt samhljóða að veita handknattleiksdeild 397.375 kr. styrk vegna systkinaafsláttar.
Önnur mál
Farið yfir verkefni Selsins á vormánuðum. Ferð Selsins með 10. bekkinga heppnaðist vel sem og lokaball eftir skólaslit. Húsnæðismál Selsins rædd.
Dagskrá hátíðahaldanna 17. júni lögð fram.
Fundi slitið kl. 19:15