320. (14.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 7. maí 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:40.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Unnur I. Jónsdóttir, Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
Dagskrá:
- Tómstundakönnun 2007050011
- Erindi menningarnefndar 2006080033
- Alþjóðaleikar ungmenna 2007050002
- Aðstaða hljómsveita 2007050032
- 17. júní 2007050033
- Opnunartími sundlaugar 2007050013
- Öryggismál sundlaugar 2007050014
- Líkamasræktaraðstaða Gróttu 2007050015
- Styrktarbeiðni frá Örnunum 2007050012
- Knattspyrnudeild / utanlandsferð 2007050006
- Fimleikadeild / utanlandsferð 2007050008
- Fimleikadeild / móttökupallur 2007050010
- Lilja Jónsdóttir / Landsliðsstyrkur 2007050009
- Önnur mál
- Tómstundakönnun.
Kynntar voru hugmyndir um könnun á tómstundaiðkun 6 – 16 ára barna á Seltjarnarnesi. Samþykkt samhljóða að gera könnunina.
- Erindi menningarnefndar
Menningarnefnd óskar eftir aðstöðu við sundlaug bæjarins 9. júní 2007 fyrir atriði á Menningarhátíð. Einnig óskar nefndin eftir því að aðgangur verði frír í laugina þennan dag. Samþykkt samhljóða.
- Alþjóðaleikar ungmenna
Lagt fram bréf frá Alþjóðaleikum ungmenna þar sem íþróttafólki í handbolta og golfi á Seltjarnarnesi er boðin þátttaka. Framkvæmdastjóra falið að kynna efni bréfsins fyrir þjálfurum í viðkomandi greinum.
- Aðstaða hljómsveita
Unglingahljómsveitir æfa ekki lengur Selinu þar sem aðstaða sem til þessa hefur verið notuð stenst ekki öryggis- og heilbrigðiskröfur. Skoðað verður hvort nýta má aðstöðu í félagsheimili.
- 17 júní
MS kynnti drög að dagskrá. Undirbúningur gengur vel.
- Opnunartími sundlaugar
Rætt um möguleika á að lengja opnunartíma sundlaugar. Framkvæmdastjóri lagði til að stefnt yrði að lengingu um næstu áramót. Samþykkt samhljóða.
Formaður óskaði eftir að tölur um aðsókn verði kynntar á næsta fundi.
- Öryggismál sundlaugar
Rætt var um hvort þörf væri á skoðun á öryggismálum sundlaugarinnar í kjölfar slyss í Kópavogslaug. Framkvæmdastjóri fór yfir þær reglur sem unnið er eftir. Engin svæði í lauginni eru utan sjónsviðs öryggismyndavéla. Farið er í öllu eftir þeim viðmiðunum sem settar eru í öryggismálum sundlauga. Framkvæmdastjóri leggur til að ábyrgðasvið starfsmanna sundlaugarinnar og íþróttakennara þegar sundkennsla stendur yfir verði endurskoðað. Samþykkt samhljóða.
- Líkamasræktaraðstaða Gróttu
Kristján Guðlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu lýsti hugmyndum um lyftingaaðstöðu fyrir Gróttu. Leitað verður leiða til að finna heppilega aðstöðu innan íþróttamiðstöðvarinnar.
- Styrktarbeiðni frá Örnunum
Sótt um styrk til starfsemi knattspyrnufélagsins Arnanna. Framkvæmdastjóra falið að leita eftir nánari upplýsingum um starfsemina.
- Knattspyrnudeild / utanlandsferð
Knattspyrnudeild óskar eftir styrk fyrir þjálfara og fararstjóra þriggja flokka á TivoliCup í sumar. Samþykkt samhljóða að veita 210.000 kr. til ferðarinnar.
- Fimleikadeild / utanlandsferð
Sótt um styrk fyrir fararstjóra og þjálfara vegna æfingaferðar til Ítalíu. Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr. styrk til ferðarinnar.
- Fimleikadeild / móttökupallur
Lögð fram ósk frá fimleikadeild um fé til tækjakaupa. Framkvæmdastjóra falið að ræða áhaldakaup við stjórn deildarinnar.
- Lilja Jónsdóttir / Landsliðsstyrkur
Sótt um styrk til tveggja keppnisferða. Samþykkt samhljóða að veita henni 40.000 kr. styrk.
Önnnur mál:
A Formaður vakti athygli á sumarbæklingi Íþrótta- og tómstundaráðs sem nýlega kom út.
B Formaður lagði til að keypt verði fyrir starfsfólk íþróttamiðstöðvar og sundlaugar bókin “Verndum þau “. Bókin fjallar um hvernig bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum og gæti því komið starfsfólki að góðum notum í starfi sínu. Samþykkt samhljóða. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu.
Fundi slitið kl. 20:32