Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

316. fundur 17. janúar 2007

316. (10.) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 17. janúar 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 08:15.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Haraldur E. Þrastarson, Felix Ragnarsson og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

 

Dagskrá:

 

  1. Íþróttamaður og –kona ársins 2006. 
  2. Viðurkenningar fyrir félagsstörf
  3. Tillaga um breytingu á nafni Æskulýðs og íþróttaráðs Seltjarnarness
  4. Önnur mál

 

1. Íþróttamaður og –kona ársins 2006

Farið var yfir þær tilnefningar sem borist hafa vegna útnefningar íþróttamanns og – konu ársins 2006.  Einróma niðurstaða náðist um að útnefna Kára Stein Karlsson íþróttamann ársins og Lilju Jónsdóttur íþróttakonu ársins 2006.   Útnefning og afhending verðlaunagriða fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness þrðjudaginn 23. janúar 2007. 

Ákveðið var að við sama tilefni yrði Sif Pálsdóttur og Guðjóni Val Sigurðssyni afhent bók að gjöf.  ÆSÍS og bæjarfélagið vill með bókargjöfinni færa þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, handknattleiksmanni og Sif Pálsdóttur, fimleikakonu smá virðingarvott og minjagrip um glæstan feril og árangur á s.l. árum auk þess að vera bæði tilnefnd til íþróttamanns ársins árið 2006.

 

2.  Viðurkenningar fyrir félagsstörf.

Tillaga æskulýðsfulltrúa um að Krístín Helga Magnúsdóttir nemandi í 10. bekk og Kristinn Arnar Ormson einnig nemandi í 10. bekk Valhúsaskóla hlytu viðurkenningu fyrir félagsstörf árið 2006 samþykkt samhljóða.

 

3.  Breyting á nafni

Formaður lagði fram tillögu um að ÆSÍS. beindi því til bæjarstjórnar að nafni nefndarinnar verði breytt úr Æskulýðs- og íþróttaráð Seltjarnarness í Íþrótta og tómstundaráð Seltjarnarness, skammstafað ÍTS. til samræmingar við nöfn sambærilegra nefnda í nágrannasveitarfélögunum.  Samþykkt samhljóða.

 

4. Önnur mál

Samþykkt samhljóða að veita fimleikadeild Gróttu 200.000 abbr title="krónur">kr. afreksstyrk vegna góðs árangurs 2006. 

 

Fundi slitið kl. 09:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?