Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

315. fundur 08. janúar 2007

315. (9.) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 8. janúar 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30.

Mætt voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Haraldur E. Þrastarson, Felix Ragnarsson, Unnur I. Jónsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag íþrótta- og skólasvæða.

2. Íþróttamannskjör / félagsmálafrömuður.

3. Skyndihjálparnámskeið á vegum ÆSÍS.

4. Áramóta- og þrettándabrennur.

5. Öskudagur 21. febrúar.

6. Skýrsla Rannsóknar og Greiningar “Hagir og líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi”

Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk á Seltjarnarsnesi vorið  2006.

7. Vettvangsferð um íþróttamiðstöð.

 

1. Deiliskipulag íþrótta- og skólasvæða

Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:

Æskulýðs- og íþróttaráð samþykkir að gert verði ráð fyrir viðbót við fimleikaaðstöðu íþróttamiðstöðvar á grundvelli tillögu 1 sem lögð var fram af Hornsteinum á 312. fundi ÆSÍS, þann 11. nóvember 2006 s.l. Lagt er til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæða svo unnt sé gera ráð fyrir umræddri viðbót við fimleikaaðstöðu. 

Samþykkt samhljóða.

2. Íþróttamannskjör / félagsmálafrömuður

Margrét Sigurðardóttir lagði fram tillögur að reglum um val á einstaklingi sem skarað hefur fram úr í félagsstörfum á Seltjarnarnesi. 

Fjallað um þær tilnefningar sem skilað hefur verið inn vegna kjörs íþróttamanns ársins. 

3. Skyndihjálparnámskeið á vegum ÆSÍS

Formaður leggur til að haldið verði skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara Gróttu og starfsfólk Selsins. Samþykkt samhljóða.  Framkvæmdastjóra falið að sjá um framkvæmd námskeiðsins. 

4. Áramóta- og þrettándabrennur

Brennur gengu vel báða dagana. 1.800 manns komu að brennunni á gamlárskvöld.  Björgunarsveitinni sem og starfsfólki Selsins og Áhaldahússins þakkað fyrir góða framkvæmd.   

5. Öskudagur 21. febrúar.

Foreldrafélagið og Selið sem standa sameiginlega að hátíðahöldum áætla að hátíðahöldin verði með svipuðu sniði og í fyrra og þau verði félagsheimilinu líkt og þá. 

6. Skýrsla Rannsóknar og Greiningar “Hagir og líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi”

Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk á Seltjarnarsnesi vorið 2006.

Formaður lagði skýrsluna fram.  Skýrslan varpar góðu ljósi á málaflokkin.  Ástand vel viðunandi á Seltjarnarnesi miðað við önnur svæði á landinu en þó er ljóst að ekki má slaka á í forvarnarstarfi.

7. Vettvangsferð um íþróttamiðstöð

Farið var í skoðunarferð um íþróttamiðstöðina. 

Fundi slitið kl. 19:00



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?