Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

313. fundur 22. nóvember 2006

313. (7) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 22. nóvember 2006 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:30.

Mætt voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Haraldur E. Þrastarson, Felix Ragnarsson, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

1.  Stúka við gervigrasvöll
2.  Styrkir ÆSÍS

3.  Endurbætur á fimleikaaðstöðu

4.  Önnur mál.

1.  Stúka við gervigrasvöll
Framkvæmdastjóri lagði fram minnispunkta um þá aðstöðu sem vera þarf til staðar í nýrri stúku.  ÆSÍS. óskar eftir því að hafist verði handa við hönnun stúkunnar sem fyrst. 

 

2.  Styrkir ÆSÍS

Lögð fram drög að reglum um styrki ÆSÍS vegna ferða keppnisfólks til útlanda sem og drög að reglum vegna almennra styrkja sem falla undir íþrótta- tómstunda og æskulýðsstarfsemi.  Framkvæmdastjóra og æskulýðsfulltrúa falið að ljúka við gerð reglanna.   

 

3.  Endurbætur á fimleikaaðstöðu

ÆSÍS lýsir ánægju sinni með tillögur Hornsteina sem kynntar voru á 312. fundi og leggur til að áfram verði unnið að frekari þróun við stækkun húsnæðis fimleikadeildar Gróttu samkvæmt tillögu 1 sem gerir ráð fyrir viðbyggingu við núverandi aðstöðu. 

Bréf frá aðalstjórn Gróttu vegna endurbóta á aðstöðu fimleikadeildar lagt fram.  ÆSÍS mælist til að þær óskir sem settar eru fram í bréfi aðalstjórnar verði hafðar til hliðsjónar við þróun tillögu 1.

 

4.  Önnur mál.
a)  Styrkbeiðni frá handboltadeild
Lögð fram ósk frá Handknattleiksdeild Gróttu um ferðastyrk vegna tveggja þjálfara meistaraflokks karla. Samþykkt samhljóða að veita 140.000 kr. styrk til ferðarinnar.


b)  Styrkbeiðni frá knattspyrnudeild
Lögð fram ósk frá knattspyrnudeild Gróttu um styrk vegna námsferðar þjálfara.  Samþykkt samhljóða að veita 30.000 kr styrk til ferðarinnar.

 

c)  Reglur um kjör íþróttamanns Seltjarnarness
Drög að reglum um kjörið lögð fram.  Framkvæmdastjóra falið að ljúka við gerð reglanna.

Æskulýðsfulltrúi lagði til að sambærilegt kjör fari fram á sviði æskulýðsmála.  Æskulýðsfulltrúa falið að gera tillögu að reglum um slíkt kjör. 

Íþróttamaður Seltjarnarness verður útnefndur í janúar 2007.

 

d)  Æskulýðsfulltrúa óskað til hamingju með góðan árangur LEGOhóps Selsins sem hlaut 3. sæti í landskeppni LEGO nýlega. 

 

Fundi slitið kl. 19:59

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?