311. (5) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 23. október 2006 í samkomusal Gróttu kl. 17:30.
Mætt voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Haraldur E. Þrastarson, Felix Ragnarsson, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2007 2006100028
2. Skýrsla Selsins. 2006090046
3. Styrkir ÆSÍS. 2006090043
4. Gervigrasvöllur - stúka - umgengni - ljósamál. 2003090031
1. Fjárhagsáætlun 2007
Drög að fjárhagsáætlun rædd.
2. Skýrsla Selsins.
Farið yfir þær hugmyndir sem settar eru fram í ágætri skýrslu Margrétar Sigurðardóttur.
Lagt er til að þeir möguleikar sem settir eru fram í skýrslunni verði kannaðir samhliða endurskoðun á nýtingu húsnæðis Íþróttamiðstöðvar, og framkvæmdir á íþrótta- og skólasvæðinu. Æskulýðs- og íþróttaráð leggur til að bæjaryfirvöld kanni hvaða möguleikar eru til staðar til úrbóta á húsnæðismálum Selsins.
3. Styrkir ÆSÍS.
Tillögur formanns um styrki til fararstjóra og iðkenda vegna keppnisferða og námskeiða lagðar fram. Umræðum verður fram haldið á næsta fundi.
4. Gervigrasvöllur - stúka - umgengni - ljósamál.
Framkvæmdastjóri upplýsti um gang framkvæmda.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnispunkta um þær þarfir sem taka þarf tillit til við hönnun stúkunnar.
Fundi slitið kl. 19:55