Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

310. fundur 10. október 2006

310. (4) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 10. október 2006 í samkomusal Gróttu kl. 17:00.

Mætt voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Unnur I. Jónsdóttir, Haraldur E. Þrastarson, Felix Ragnarsson, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Gróttu. Formaður og gjaldkeri aðalstjórnar mæta á fundinn. 2006100026

2. Stúkan. Fulltrúar frá knattspyrnudeild mæta á fundinn. 2003090031

3. Húsnæðismál Selsins. 20060900046

4. Fjárhagsáætlun æskulýðs- og íþróttasviðs. 2006100028 

5. Önnur mál.

    Styrkbeiðni frá Legóhópi Selsins

    Styrkbeiðni fimleikadeildar. 2006100027

    Svar við fyrirspurn vegna stúku. 2003090031

 

1. Fjárhagsáætlun Gróttu

Formaður Gróttu, Bjarni Torfi Álfþórsson og Hjalti Ástbjartsson, gjaldkeri komu á fundinn og kynntu fjárhagsáætlun Gróttu fyrir árið 2007.

Framkvæmdastjóra falið að óska eftir nánari samantekt frá Gróttu vegna áætlunarinnar.

 

2. Stúkan

Fulltrúi stjórnar knattspyrnudeildar Gróttu, Egill Jóhannsson kom á fundinn og kynnti óskir deildarinnar varðandi fyrirhugaða stúkubyggingu.  Minnisblað knattspyrnudeildar lagt fram.

Umræðum verður fram haldið á næsta fundi.

 

3. Húsnæðismál Selsins. 

Margrét Sigurðardóttir lagði fram þarfagreiningu á húsnæði fyrir félagsmiðstöðina Selið og kynnti helstu niðurstöður hennar.  Umræðum frestað til næsta fundar.

 

4. Fjárhagsáætlun æskulýðs- og íþróttasviðs. 

Framkvæmdastjóri kynnti þá vinnu sem framundan er við gerð fjárhagsáætlunar.

 

5. Önnur mál.

 

A Styrkbeiðni frá Legoliði Selsins.

Lögð fram ósk frá Legoliði Selsins og Valhúsaskóla um 30.000 kr. styrk til að kaupa búnað fyrir hóp sem tekur þátt í Lego hönnunarkeppni sem haldin verður á vegum Verkfræðideildar Háskóla Íslands í nóvember. Samþykkt.     

 

B Styrkbeiðni fimleikadeildar.

Lögð fram ósk um styrk vegna ferðar 15 stúlkna í meistarahópi sem eru að fara á Evrópumeistaramót.  Samþykkt að veita 140.000 kr. styrk vegna ferðarinnar.

 

C Svar við fyrirspurn vegna stúku. 

Formaður lagði fram svar við fyrirspurn frá Felix Ragnarssyni sem borin var fram á síðasta fundi. 

Felix Ragnarsson
Fulltrúi minnihlutans í Æskulýðs- og íþróttaráði Seltjarnarness.
Samkvæmt ósk þinni vil ég hér með svara spurningu þinni sem þér beinduð til mín á s.l. fundi Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 20. september 2006.
Fyrirspurnin var svo hljóðandi :

“Hversu langt er vinna við hina nýju stúku komin, en fyrir liggur samþykkt um að hún verði tilbúin í maí 2007.  Samþykktin er frá 622. fundi bæjarstjórnar 21.september  2005.” 
Óskað er eftir skriflegu svari formanns á næsta fundi ÆSÍS.

Svar við spurningu þinni er þessi ;

Síðastliðinn fundur ÆSÍS hófst með heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ þar sem aðstaða við gervigrasvöll og aðstaða í nýrri stúku var skoðuð. Tilgangur ferðarinnar var að afla upplýsinga vegna undirbúnings framkvæmda við fyrirhugaða áhorfendastúku við gervigrasvöllinn við Suðurströnd.

Þar sem ekki liggur fyrir fullnaðarafgreiðsla á deiluskipulagi skóla og íþróttasvæðis er eðlilegt að hönnun á stúku við gervigrasvöllinn bíði á meðan deiluskipulag er í kynningarferli.

Á næstu vikum mun ÆSÍS móta tillögur að þeirri aðstöðu sem ráðið telur vera nauðsynlegt í slíku mannvirki.

Stefnt skal að því að vinna við hönnun á áhorfendastúku og hlaupabraut geti hafist sem allra fyrst og bygging áhorfendastúku ásamt hlaupabraut verði boðin út eins fljótt og auðið er.

ÆSÍS. stefnir að því að áhorfendastúka ásamt hlaupabraut verði tekin í gagnið í maí 2007.

Seltjarnarnes 11. október 2006
Lárus B. Lárusson
Formaður Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness

D Lýsing við gervigrasvöll

Rætt um uppsetningu á lýsingu við nýja gervigrasvöll og þær tafir sem orðið hafa á framkvæmum. 

 

E  Fyrirspurn

Felix Ragnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: “Hvers vegna fór kostnaður við gervigrasvöll og sundlaug langt fram úr áætlun samkvæmt breyttri fjárhagsáætlun 2006 ?”

 

Fundi slitið kl. 19.01

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?