Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

299. fundur 25. október 2005

299. (38) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn 25. október, 2005 kl. 17:30 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson og Margrét Sigurðardóttir.

Fundargerð ritaði: Árni Einarsson.

Dagskrá:

  1. Gervigrasvöllur – kaup á yfirborðsefni.
  2. 15 ára afmæli Selsins.
  3. Erindi frá skákfélaginu Hróknum.
  4. Erindi frá Íþróttafulltrúa Gróttu.
  5. Erindi frá foreldrum barna í íþróttum hjá Gróttu.
  6. Erindi frá meistaraflokki Gróttu í knattspyrnu.
  7. Önnur mál.

 

  1. Lagt fram tilboð frá fyrirtækinu Metratron ehf. um verð á yfirborðsefni á knattspyrnuvöllinn við Suðurströnd ásamt öryggissvæði og æfingavöll. Samþykkt að taka tilboðinu, enda er það vel innan kostnaðaráætlunar, og framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu og panta gervigrasið.
  2. Margrét sagði frá fyrirhugaðri afmælisdagskrá í Selinu í tilefni af 15 ára afmælis félagsmiðstöðvarinnar á þessu ári. Bæjarbúum verður boðið til afmælisveislu 27. október nk. kl. 17-19 og hefur afmælisboði verið dreift til bæjarbúa. Útvarp Ebbi verður með útsendingu í eina viku í tilefni afmælisins.
    Samþykkt að gefa Selinu myndbandsupptökuvél í tilefni afmælisins.
    Margrét sagði frá starfinu og fagnaði auknum starfskrafti sem nýlega kom til framkvæmda í Selinu. Lét hún vel af starfinu og sagði aðsókn góða.
  3. Lagt fram erindi frá skákfélaginu Hróknum.Samþykkt að gerast gullbakhjarl félagsins og óska eftir því að félagið standi fyrir skákkeppni í bænum eftir áramót.
  4. Lagt fram erindi frá Íþróttafulltrúa Gróttu um styrk til kynnis- og æfingarferðar fyrir fjóra til Danmerkur.
    Samþykkt að veita 60 þúsund króna styrk til ferðarinnar.
  5. Lagt fram erindi frá foreldrum barna sem stunda íþróttir hjá Gróttu um að ÆSÍS. taki þátt í kostnaði vegna samræmingar á æfingabúningum allra deilda félagsins.
    Samþykkt að styrkja verkefnið um sem nemur eitt þúsund krónum á hvern búning sem keyptur er til næstu áramóta í ljós mikilvægis þess að styrkja og efla ímynd félagsins
  6. Lagt fram erindi frá meistaraflokksráði Gróttu í knattspyrnu karla þar sem óskað er eftir hækkun á þjálfarastyrk. ÆSÍS telur jákvætt í erindið og mun fjalla um það í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.
  7. Lagður fram fræðslubæklingur ÍSÍ. um siðfræði íþróttaþjálfarans og mikilvægi þess að þjálfarar í íþróttum taki fyrirmyndarhlutverk sitt gagnvart iðkendum alvarlega, ekki síst þegar iðkendur eru börn og unglingar. Í sumum tilvikum eru þjálfarar lítið eldri en iðkendur og þá kann að reyna sérstaklega á hlutverk og ábyrgð þjálfarans. Í bæklingi ÍSÍ eru settar fram nokkrar samskiptareglur til viðmiðunar fyrir íþróttaþjálfara, m.a. um að þjálfarar láti iðkendur aldrei sjá sig við reykingar, neyslu munn- eða neftóbaks og neyslu áfengis og annarra vímuefna.
    ÆSÍS beinir því til aðalstjórnar Gróttu að umræddur bæklingur sé sérstaklega kynntur fyrir þjálfurum og stjórnum deilda innan félagsins og bendir á að um er að ræða mikilvæga þætti til að viðhalda stöðu félagsins sem fyrirmyndarfélags ÍSÍ frá 21. apríl á þessu ári.


Fundi slitið kl. 18.40.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?