Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

294. fundur 10. maí 2005

294. (33) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn 10. maí, 2005 kl. 17:30 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Linda Þorláksdóttir og Haukur Geirmundsson.

Forföll: Nökkvi Gunnarsson.

Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:

1. Sparkvöllur

2. 17 júní

3. Leikjanámskeið

4. Önnur mál

a)Þjálfarastyrkbeiðnir

b)Breytingar í rekstri Íþróttamiðstöðvar

  1. Stefnt er að því að leggja völlinn í byrjun júní. Undirbúningsvinna hefst innan skamms. ÆSÍS leggur áherslu á að völlurinn verði upphitaður.
  2. Linda kynnti hugmyndir að dagskrá á 17. júní.
  3. Undirbúningur að leikjanámskeiðum er á fullu. Gert er ráð fyrir að námskeiðin verði með líku sniði og í fyrra.
  4. a) Lagðar fram tvær beiðnir frá þjálfurum í handknattleik og ein frá þjálfara í knattspyrnu um styrk til þátttöku í þjálfaranámskeiðum erlendis. Samþykkt að veita hverjum 30 þúsund króna styrk.
    b) Haukur kynnti fyrirhugaðar breytingar á vaktafyrirkomulagi og opnunartíma sundlaugar og í íþróttahúsi í kjölfar breytinga á lauginni og íþróttahúsinu

 

Fundi slitið kl. 18.35.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?