292. (31) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn 10. mars, 2005 kl. 17:30 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.
Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson og Haukur Geirmundsson.
Gestir: Anna K. Hjartardóttir og Margrét Leifsdóttir.
Ritari fundar Árni Einarsson.
Dagskrá:
1. Sundlaugarbreytingar
Anna K. Hjartardóttir og Margrét Leifsdóttir arkitektar kynna nýjar teikningar.
2. Önnur mál.
a. Styrkbeiðni frá fimleikadeild Gróttu.
b. Styrkbeiðni frá Ballettskóla Guðbjargar.
Rætt var um fyrirkomulag sólbaðsaðstöðu, heitra potta og útibaða með tilliti til skuggamyndunar og umferðar. Óhjákvæmilegt er að gera ráð fyrir að innangengt sé á milli sundlaugarbyggingar og íþróttahúss.
Anna og Margrét munu vinna úr þeim hugmyndum og athugasemdum sem fram komu á fundinum. Þar sem aðeins er u.þ.b. mánuður þar til framkvæmdir eiga að fara í útboð þarf að taka sem allra fyrst ákvarðanir um þá þætti sem enn eru óljósir svo hægt sé að ljúka nauðsynlegri arkitektavinnu.
Anna og Margrét viku af fundi kl. 19.oo.
2. a. Óskað eftir styrk vegna þátttöku í bikarmóti Fimleikasambands Íslands. Samþykkt að veita deildinni styrk að upphæð 200 þúsund krónur.
b. Samþykkt að veita skólanum styrk að upphæð 100 þúsund krónur vegna uppfærslu á Svanavatninu.
Fundi slitið kl. 19.10.