448. (15.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn föstudaginn 29. nóvember 2024 kl. 8:15 í sundlauginni.
Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Ólafur Finnbogason og Guðmundur Gunnlaugsson.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi.
Dagskrá:
1. Mnr. 2025010236 – Kjör íþróttamanns Seltjarnarness í kvenna og karlaflokki.
Alls bárust 9 tilnefningar, 5 í kvennaflokki og 4 í karlaflokki sem nefndarmenn fóru gaumgæfilega yfir.
Nefndarmenn voru sammála um valið í báðum flokkum sem verður kynnt í sérstakri athöfn sem verður haldin í samkomusal íþróttahússins 30.janúar n.k. kl. 17:30.
2. Mnr. 2025010237 – Umsókn um afreksmannastyrk.
Umsókn frá Kristrúnu Guðnadóttur skíðakonu um afreksmannastyrk.
Styrkur úr afreksmannasjóði samþykktur kr. 50.000.-
3. Mnr. 2025010238 - Umsókn um afreksmannastyrk.
Umsókn frá Aðalsteini Karli Björnssyni júdómanni um afreksmannastyrk.
Styrkur úr afreksmannasjóði samþykktur kr. 50.000.-
4. Mnr. 2025010243. Afgreiðsla afreksmannastyrkja.
Samkvæmt reglum ÍTS um afreksmannastyrki.
ÍTS samþykkir að veita eftirtöldum íþróttamönnum afreksmannastyrk:
Auði Önnu Þorbjarnardóttur kr. 50.000.-
Bríeti Kristy Gunnarsdóttur kr. 50.000.-
Eir Hlésdóttur kr. 50.000.-
5. Mnr. 2025010239 - Styrkbeiðni.
Umsókn frá meistaraflokki kvenna í knattspyrnu um auglýsingastyrk.
Því miður hafnar ÍTS styrkbeiðninni.
6. Mnr. Samningur á milli Seltjarnarnesbæjar og Virkni og vellíðan.
Samningurinn lagður fram til kynningar.
7. Mnr. 2025010240 - Ályktun FÍÆT um áfengissölu á íþróttaviðburðum.
Ályktunin lögð fram til kynninga
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 9:45.