447. (11.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn föstudaginn 29. nóvember 2024 kl. 8:15 í sundlauginni.
Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Örn Viðar Skúlason, Ólafur Finnbogason, Guðmundur Gunnlaugsson og Inga Þóra Pálsdóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
Dagskrá:
1. 2024110223 - Málefni Íþróttafélagsins Gróttu.
Formaður, framkvæmdastjóri og verkefnastjóri Gróttu kynntu sig sig og málefni deilda Gróttu.
2. 2024030114 - Styrkumsókn handknd.Gróttu vegna ungmennaliðs.
Málið var tekið fyrir á fundi ÍTS í mars s.l. og óskað var eftir frekari gögnum.
Þau hafa borist og samþykkt að greiða kr. 350 þúsund vegna þátttöku ungmennaliðsins í mótum á vegum HSÍ.
3. 2024110224 - Styrkumsókn handknd.Gróttu vegna mfl.kvenna og karla.
ÍTS getur því miður ekki orðið við erindinu og hafnar styrkumsókninni.
4. 2024110225 - Styrkumsókn handknd.Gróttu vegna mfl.karla.
Samþykkt að veita mfl.karla ferðastyrk kr. 140 þúsund vegna ferðar þeirra til Tenerife í janúar 2025. Styrkurinn verður greiddur í janúar 2025.
5. 2024030119 - Endurskoðun reglna um kjör íþróttamanns Seltjarnarness.
Breytingar hafa verið gerðar á „Reglum um kjör íþróttamanns Seltjarnarness“ og leggur ÍTS þær fram til samþykktar bæjarstjórnar.
6. 2024110228 - Fjárhagsáætlun ÍTS.
Lögð voru fram drög íþróttafulltrúa að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn ásamt viðhalds- og nýframkvæmdum.
7. 2024110229 - Janus heilsuefling 65+.
Heilsueflingarátaki Janus heilsuefling 65 ára og eldri hefur verið við lýði undanfarin 3 ár. Nefndarmenn voru sammála um að vel hafi verið staðið að þessu verkefni og mikil ánægja með það hjá þeim sem það stunduðu. Búið er að segja upp samningi við Janus heilsueflingu vegna mikils kostnaðar bæjarins við verkefnið. ÍTS frestar frekari umræðu til næsta fundar.
8. 2024110230 - Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar.
Tölurnar lagðar fram.
9. 2024110231 - Skýrsla sundsambands Íslands.
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Fundi slitið kl.9:40.