Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

446. fundur 29. október 2024 kl. 08:15 - 09:00

446. (11.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 29. október 2024 kl. 8:15 í sundlauginni.

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Örn Viðar Skúlason, Ólafur Finnbogason, Guðmundur Gunnlaugsson og Inga Þóra Pálsdóttir.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

1. 2024100237 - Styrkumsókn vegna ferðar á HM í Makedóníu. 

Samþykkt að veita Katrínu Önnu Ásmundsdóttur kr. 60 þúsund vegna tveggja ferða með U-20 í handknattleik. Æfingaferð og keppnisferð vegna HM í Makedóníu.

2. 2024100238 - Styrkumsókn vegna EM í Svartfjallalandi. 

Samþykkt að veita Antoine Óskari Pantano kr. 60 þúsund í styrk vegna tveggja ferða með U-18 í handknattleik. Æfingaferð og keppnisferð vegna EM í Svartfjallalandi.

3. 2024100239 - Styrkumsókn vegna EM í Slóveníu. 

Samþykkt að veita Atla Steini Arnarssyni kr. 30 þúsund vegna ferðar með U-20 í handknattleik á EM í Slóveníu.

4. 22408113 - Styrkumsókn vegna vegna keppnisferðar til Danmerkur. 

Samþykkt að veita Inga Þór Ólafson kr. 30 þúsund vegna keppnisferðar á Nordic Golf League í Ecco Tour mótaröðinni í golfi.

5. 2024100235 - Styrkumsókn vegna fræðsluferðar til Danmerkur.

Samþykkt að veita Ungmennaráði Seltjarnarness 125 þúsund króna styrk vegna fræðsluferðar þar sem þau kynntu sér starfsemi félagsmiðstöðva og sóttu tveggja daga lýðræðishátíð.

6. 2024100236 - Styrkumsókn vegna þjálfaranámskeiðs. 

Allir þjálfarar handknattleiksdeildar sóttu námskeið hjá Dr.Viðari Halldórssyni sem fjallaði um hvað þurfi til að ná árangri útfrá metnaði, hugarfari og liðsheild í íþróttaum.

Samþykkt að greiða námskeiðisgjaldið kr. 100.000.

7. 202410240 - Ósk um að nýta tómstundastyrk vegna nýliðaþjálfunar hjá Björgunarsveitinni Ársæli.

Beiðnin samþykkt.

8. Skil Íþróttafélagsins Gróttu á fjárhagsáætlun 2025.

ÍTS vill minna deildir Gróttu að skila á inn starfs og fjárhagsáætlun í síðasta lagi 1.nóvember ár hvert samkvæmt samningi félagsins við bæinn.

 

Fundi slitið kl.9:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?