Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

445. fundur 26. júní 2024 kl. 08:15 - 08:40

445. (10.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn miðvikudaginn 26. júní 2024 kl. 8:15 í sundlauginni.

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir og Ólafur Finnbogason.

Forföll: Örn Viðar skúlason, Guðmundur Gunnlaugsson og Inga Þóra Pálsdóttir.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

1. 2024030112 - Styrkumsókn frá knd. Kríu.

Fjallað var um styrkumsóknina á síðasta fundi ÍTS og óskað var eftir nánari gögnum.

Út frá nýjum gögnum samþykkir ÍTS 350 þúsund króna styrk til Knattspyrnudeildar Kríu.

2. 2024060114 - Styrkumsókn vegna ferðar 3.fl. kvk. til Englands.

Samþykkt að veita Gróttu/KR knattspyrnudeild kr. 140 þúsund króna styrk vegna ferðarinnar.

3. 2024060115 - Styrkumsókn vegna EM í fimleikum til Ítalíu. 

Samþykkt að veita Auði Önnu kr. 30 þúsund króna styrk vegna ferðarinnar.

4. 2024060116 - Sundlauganótt.

Sundlauganótt var haldin í Sundlaug Seltjarnarness í tengslum við Vetrarhátíð höfuðborgarsvæðisins 3.febrúar s.l. Mikið fjölmenni heimsótti sundlaugina þennan dag og ýmislegt var til skemmtunar í góðu veðri. Vatnaboltar, músík, kyndlar og gleði.

5. 2024060117 - Vorlokun sundlaugar.

Árleg vorlokun sundlaugar vegna viðhalds og hreinsunar stóð yfir í 12 daga að þessu sinni, sem var lengur en venjulega vegna margra viðhaldsverkefna sem ekki var hægt að bíða með lengur ásamt uppsetningu á nýju stýrikerfi sem stýrir m.a. hita, klór og sýrustigi. Miðað við þann tíma og þau verkefni sem unnin voru tóks mjög vel til og ánægðir sundlaugargestir mættu í öruggara og fallegra umhverfi í sundlaugina á ný. Unnið var dag og nótt til þess að tímaramminn sem gefinn var upp stæðist og vert að þakka starfsfólki sundlaugar og verktökum sem komu að verkefnum lokunarinnar fyrir ósérhlífni og frábærri vinnu.

 

Fundi slitið kl.8:40.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?