444. (11.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 14 .mars 2024 kl. 8:15 í sundlauginni.
Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir.
Forföll: Ólafur Finnbogason og Guðmundur Gunnlaugsson.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
Dagskrá:
1. 2024030112 - Styrkumsókn frá knd. Kríu.
ÍTS óskar eftir nánari gögnum varðandi kostnað í rekstri félagsins.
2. 2024030113 - Styrkumsókn frá Golfklúbbi Ness.
Samþykkt að veita Golfklúbbnum kr. 140 þúsund króna styrk vegna ferðar keppnishópa barna- og unglingastarfs annars vegar og 140 þúsund króna styrk vegna keppnishópa meistaraflokka karla og kvenna hins vegar. Samtals eru 42 keppendur frá golfklúbbnum að fara í ferðina ásamt 4 þjálfurum auk fararstjóra.
3. 2024030114 - Styrkumsókn frá hkd.Gróttu vegna ungmennaliðs.
ÍTS óskar eftir nánari gögnum varðandi kostnað í rekstri liðsins.
4. 2024030115 - Styrkbeiðni frá hkd.Gróttu vegna 3.fl.ka.
Samþykkt að veita 3.flokki karla í handknattleik 140 þúsund króna styrk vegna æfinga- og keppnisferðar til Þýskalands í sumar.
5. 2024030116 - Styrkumsókn frá knd.Gróttu vegna 4.fl.kv. Gróttu-KR.
Samþykkt að veita 4.flokki kvennaGróttu-KR í knattspyrnu 140 þúsund króna styrk vegna æfinga- og keppnisferðar til Spánar í sumar.
6. 2024030117 - Styrkumsókn vegna U-18 í handknattleik.
Samþykkt að veita Antoine Óskari kr. 30 þúsund króna styrk vegna ferðar hans með U-18 í handknattleik vegn Sparkassen cup í Þýskalandi í vetur.
7. 2024030118 - Styrkumsóknir vegna þjálfaranámskeiðs.
Samþykkt að veita Lilju Lív Margrétardóttur og Rakel Lóu Brynjarsdóttur kr.15 þúsund króna styrk hvorri vegna þátttöku í C þjálfaranámskeiði á vegum KSÍ.
8. 2024030119 - Endurskoðun á styrkjareglum ÍTS.
Ákveðið var á fundinum að fara í endurskoðun á reglum ÍTS á næstu fundum.
Fundi slitið kl.9:20.