442. (9.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn miðvikudaginn 6 .desember 2023 kl. 8:15 í sundlauginni.
Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson og Ólafur Finnbogason.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
1. 2023120058 - Styrkbeiðni frá handknattleiksdeild vegna ferðar til Tenerife.
Samþykkt að veita mfl.karla kr. 140 þúsund króna styrk.
2. 202309136 og 2023100051 - Styrkbeiðni vegna golfmóta í Svíþjóð og Danmörku.
Samþykkt að veita Inga Þór Olafson kr. 60 þúsund vegna ferðanna.
3. 2023060102- Innrauð sauna í sundlaug. 2023060102.
Ekki var hægt að verða við ósk ÍTS um að setja þetta í áætlun 2024.
4. 2023120056 - Tekju- og aðsóknartölur sundlaugar.
Íþróttafulltrúi fór yfir tekju- og aðsóknartölur sundlaugar þegar einn mánuður er eftir að rekstrarárinu. Þar kom fram að tekjur eru 22% hærri og aðsókn 7% hærri miðað við sama tíma í fyrra.
5. 2023120057 - Kjör íþróttamanns og konu Seltjarnarness 2023.
Fyrirhugað var að hafa kjörið á milli jóla og nýárs en að beiðni íþróttastjóra Gróttu var óskað eftir því að fresta viðburðinum framyfir áramót.
Farið var yfir reglur ÍTS um kjör íþróttamanns og konu Seltjarnarness og ákveðið að afnema ákvæði um „viðurkenningar eru veittar Seltirningi(um) sem hefur/hafa unnið framúrskarandi vel að íþrótta- og/eða æskulýðsmálum“ og um leið að afnema „Reglur ÍTS um val á einstaklingi sem skarað hefur framúr í félagsstörfum á Seltjarnarnesi.“
Fundi slitið kl.9:10.