440. (7.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 15.júní 2023 kl. 8:15 í sundlauginni.
Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson og Ólafur Finnbogason.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
Dagskrá:
1. 2023060092 - Styrkumsókn fimleikadeildar til Portúgal í apríl
Samþykkt að veita fimleikadeildinni kr. 140 þúsund í styrk.
2. 2023060093 - Styrkumsókn handkdeildar til Þýskalands í júní
Samþykkt að veita 3.fl.karla kr. 140 þúsund í styrk.
3. 2023060094 - Styrkumsókn handkd.til Sviþjóðar í júlí
Samþykkt að veita 4.og 5.flokki karla og kvenna kr. 560 þúsund í styrk.
4. 2023060095 - Styrkumsókn handkdeildar til Spánar í júní
Samþykkt að veita 4.fl.kv.Gróttu/KR kr. 140 þúsund í styrk.
5. 2023060096 - Styrkumsókn handkdeildar til Spánar í ágúst
Samþykkt að veita mfl.kvenna kr. 140 þúsund í styrk.
6. 2023060097 - Styrkumsókn handkdeildar vegna ungmennaliðs
Samþykkt að veita ungmennaliði mfl.kr. 350 þúsund í rekstrarstyrk.
7. 2023060098 - Styrkumsókn knattspdeildarinnar Kríu
Samþykkt að veita knattspd. Kríu kr. 350 þúsund í styrk.
8. 2023060099 - Styrkumsókn vegna NM í fimleikum
Samþykkt að veita Auði Önnu kr. 30 þúsund í styrk.
ÍTS óskar henni til hamingju með silfrið á stökki á Norðurlandamótinu sem er frábær árangur.
9. 2023060100 - Styrkumsóknir vegna U-19 í handbolta
Samþykkt að veita Katrínu Önnu kr. 60 þúsund í styrk vegna tveggja ferðar hennar með U-19 í handknattleik.
10. 2023060101 - Fyrirspurn um handrið til að bæta öryggi fyrir sjósundsiðkendur
Umræða fór fram um þetta mikilvæga öryggismál fyrir sjósundsiðkendur og tók ÍTS vel í erindið.
Íþróttafulltrúa er falið að kanna útfærslu og kostnað.
11. 2023060103 - Kajakaðstaða á Seltjarnarnesi
Fyrirspurn kom frá kajakáhugamönnum um að koma upp geymsluaðstöðu fyrir kajaka við smábátahöfnina.
ÍTS tekur vel í erindið og Guðmundi og Hauki falið að kanna málið frekar.
12. 2023060102 - Infrarauð sauna í sundlaug
Töluverð fyrirspurn hefur verið undanfarið um að setja upp infrarauða sauna í sundlaugaraðstöðunni. Þetta er ný heilsubót sem vert er að skoða betur.
Guðmundi Helga og Hauki er falið að skoða málið betur.
Fundi slitið kl.9:30.