Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

11. maí 2022

433.(24.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn miðvikudaginn 11.maí 2022 kl. 8:15 í fundasal bæjarskrifstofu.


Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Hákon Jónsson, Dagbjört Snjólaug Oddstóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Áslaug Ragnarsdóttir.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.


1. 2022050153 - Ársreikningar Gróttu

Ársreikningar Íþróttafélagsins Gróttu lagðir fram.


2. 2022050154 - FIFA prófun á gervigrasi

Nýlega fór fram prófun á gervigrasvelli Gróttu og stóðst hann þætti prófunarinnar og því útséð með að gæði vallarins eru ennþá í góðu lagi.


3. 2022050156 - Vorlokun sundlaugar

Íþróttafulltrúi sagði frá því að sundlaugin væri lokuð frá 16. – 20.maí n.k. vegna viðhalds og hreingerninga. Starfsmenn sundlaugar fá oft fyrirspurn um ástæðu þess að loka lauginni loksins þegar góða veðrið kemur. Af hverju ekki um vetur þegar færri eru í lauginni. Ástæðan er sú að þegar hleypt er úr laugarkerjum og pottum er skilyrði að hitastigið sé 6 gráður eða hærra. Einnig er tekið tillit til grunnskólans og lokað þegar hentar best fyrir þeirra starfsemi.


4. 2022050157 - Útleiga íþróttamannvirkja

ÍTS hvetur forsvarsmenn Gróttu að bregðast við undanfarinni umræðu um áfengisneyslu í tengslum við útleigu í íþróttamannvirkjum.


Fundi slitið kl.9:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?