434.(1.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 30.júní 2022 kl. 10:00 á bæjarskrifstofu.
Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson og Inga Þóra Pálsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson.
Fjarverandi: Ólafur Finnbogason.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
Dagskrá:
1. 2022060149 - Beactive, heilsueflandi samfélag
Íþróttafulltrúa falið að ræða við aðildarfélög bæjarins með þátttöku í huga. Áhugavert verkefni sem gaman væri að taka þátt í.
2. 2022060125 - Tæki í styrktarsal
ÍTS lítur á þetta fyrst og fremst sem innanhúsmál Gróttu. Málið virðist enn vera óljóst og ekki liggur fyrir hvernig reksturinn muni verða.
Nefndin leggur til að íþróttafulltrúi kanni málið með Gróttu.
3. 2022060153 - Styrkbeiðni frá fimleikadeild
Samþykkt að veita fimleikadeild kr. 240 þúsund vegna æfingaferðar til Bandaríkjanna.
4. 2022060150 - Styrkbeiðni frá knattspyrnudeild
Samþykkt að veita knattspyrnudeild kr. 140 þúsund vegna æfingaferðar til Spánar.
5. 2022030171 - Sundlaug – stýrikerfi
Eins og ítrekað hefur verið bent á og áður hefur verið bókað í fundargerð ÍTS hangir stýrikerfi sundlaugar á bláþræði. ÍTS hvetur að farið verði í undirbúning á að skipta því út sem fyrst.
6. 2022060151 - Hreyfigarður á Seltjarnarnesi
Rætt var um að setja upp æfingatæki og hvar væri hentugast að þau kæmu.
Íþróttafulltrúa falið að kanna málið.
7. 2022060152 - Gönguskíðabraut á Seltjarnarnesi
Rætt var um gerð gönguskíðabrautar á Seltjarnarnesi. Hugmyndir komu fram hvar væri hentugast að slík braut myndi vera. Þetta er mál sem verður rætt áfram í nefndinni.
Fundi slitið kl.11.