432.(23.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 25. mars 2022 kl. 8:15 í fundasal bæjarskrifstofu.
Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Hákon Jónsson, Dagbjört Snjólaug Oddstóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Áslaug Ragnarsdóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
1. Mnr. 2021110008 - Tjald við knattspyrnuvöll
ÍTS styður þá umræðu að bærinn kaupi tjaldið ásamt Íþróttafélaginu Gróttu í stað þess að leigja það á hverju ári.
2. Mnr. 2022030169 - Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu
Nefndarmenn fóru yfir samninginn þar sem kemur fram að hann rennur út um næstu áramót. Samkvæmt samningnum á endurskoðun hans að fara fram fyrir 1.júní 2022.
ÍTS vísar í 5.grein samningsins og minnir á að félagið uppfylli skyldur sínar varðandi upplýsingagjöf.
3. Mnr. 2022030170 - Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Golfklúbbs Ness (NK)
Samningurinn rann út um síðustu áramót.
4. Mnr. 2022030171 - Viðhaldsmál Sundlaugar Seltjarnarness
Farið var yfir viðhaldsmál sundlaugar undanfarin ár. Viðhaldsáætlun og ábendingar eru gerðar á hverju ári í tengslum við fjárhagsáætlunargerð og er komið að mörgum mikilvægum viðhadsþáttum svo hægt sé að halda úti rekstri sundlaugarinnar. Loka hefur þurft lauginni vegna bilana í sundlaugarkerfum sem þurfa endurnýjunar.
ÍTS hvetur til þess að farið verði í brýnustu aðgerðir strax.
5. Mnr. 2022030172 - Styrkbeiðnir frá fimleikadeild
Samþykkt að veita meistarahóp fimleikadeildar kr. 140 þúsund króna styrk vegna ferðar til MälarCup í Svíþjóð og hópfimleikadeild kr. 140 þúsund króna styrk vegna æfingaferðar til Danmerkur.
6. Mnr. 2022030173 - Styrkbeiðni frá mfl.karla og kvenna knattspyrnudeildar
Samþykkt að veita knattspyrnudeild kr. 280 þúsund króna styrk vegna æfingaferða meistaraflokka deildarinnar til Spánar.
7. Mnr. 2022030174 - Styrkbeiðni frá Knattspyrnufélaginu Kría
Samþykkt að veita knattspyrnudeild Kríu kr. 350 þúsund króna rekstrarstyrk.
8. Mnr. 2022030175 - Endurnýjun á sjósundsskýli
Margrét Leifsdóttir kom á fund ÍTS og kynnti nýja búningsaðstöðu fyrir sjósyndara við Seltjörn í Suðurnesi. Nýtt skýli myndi koma í stað þess gamla sem er þar fyrir og er illa farið. Nefndin tekur mjög vel í erindið. Ný og betri aðstaða fyrir þá sem stunda sjósund er hvetjandi og styður við heilsueflandi Seltjarnarnesbæ.
Fundi slitið kl.9:15.