Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

30. ágúst 2021

428.(19.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 30.ágúst 2021 kl. 8:15 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Hákon Jónsson, Dagbjört Snjólaug Oddstóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Karl Pétur Jónsson.

Forföll : Áslaug Ragnarsdóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Styrkbeiðni frá Golfklúbbi Ness. Mnr. 20210090026.
    Styrkbeiðnin lögð fyrir ÍTS til kynningar. Fram kom að barna og unglingastarfið hefur eflst til muna á undanförnum árum og og starfið í heild sinni. ÍTS tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.

  2. Styrkbeiðni frá handknattleiksdeild Gróttu. Mnr. 2021090027.
    ÍTS samþykkir kaup Gróttu á vagni undir mörk að upphæð kr. 132.125.-
    Óskað var eftir því að Kári Garðarson framkvæmdastjóri Gróttu komi á næsta fund nefndarinnar og fari yfir helstu málefni deilda Gróttu.

  3. Sameiginlegt sundkort á höfuðborgarsvæðinu. Mnr. 2021090028.
    Þessi hugmynd hefur skotið upp kollinum af og til í gegnum tíðina. Niðurstaðan hefur verið á sama veg að erfitt utanumhald kemur í veg fyrir að þetta sé mögulegt með góðu móti.

  4. Sundlaug – aðsókn og tekjur. Mnr. 2021090029.
    Aðsóknartölur sundlaugar hafa dregist saman í Covid faraldrinum flesta mánuði með nokkrum undantekningum. Tekjutölur eru undir áætlunum eins og staðan er í dag.

  5. Heilsuefling 65+. Mnr. 2021040134.
    Farið yfir hvernig verkefnið hefur farið að stað og lýsa nefndarmenn mikilli ánægju með að Seltjarnarnesbær hafi ráðist í þessa heilsueflingu fyrir bæjarbúa.
    Óskað var eftir því að fulltrúi Heilsueflingar Janusar komi á fund nefndarinnar og kynni verkefnið.

  6. Íþrótta- og tómstundastyrkir – staðan. Mnr. 2021090030.
    Farið var yfir stöðuna á styrkjum ÍTS til íþrótta- og tómstundamála og tómstundastyrkja. Lýstu nefndarmenn ánægju yfir því að íbúar eru að nýta sér tómstundastyrkina betur en oft áður.

Fundi slitið kl.9:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?