Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

22. október 2020

423.(14.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 22. október kl. 8:15. Fjarfundur.

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Saga Ómarsdóttir og Stefanía Helga Sigurðardóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Fjármál Gróttu og fjárhagsáætlun 2021. Mnr. 2020100179.
    Formaður fór yfir fjármál deilda Gróttu og lagði fram eftirfarandi bókun:
    „Á tímum Covid-19 heimsfaraldursins hafa áhrifin á íþróttastarfið verið gríðarleg og í raun fordæmalaus. Íþróttafélagið Grótta hefur staðið sig vel í þessu breytta umhverfi. Í slíku árferð er ennfremur mikilvægt að festa ríki í starfsemi íþróttafélagsins Gróttu og stjórnendur gæti aðhalds í rekstri þannig að jafnvægi sé milli tekna og gjalda á þessum samdráttartímum“.
    Í máli formanns kom einnig fram að ÍTS bíður eftir að deildir Gróttu skili inn fjárhagsáætlunum fyrir árið 2021 sem á að skila inn ekki seinna en 15.október ár hvert.

  2. Íþróttamannvirki. Mnr. 2020100180.
    Farið var yfir stöðu á ljósamálum Vivaldi vallar og upplýst að verið er að vinna útboðsgögn vegna kaupa á nýjum ljósum þar sem núverandi lýsing er úr sér gengin.
    Einnig kom fram á fundinum að ÍTS óskar eftir framtíðaráformum félagsins í aðstöðumálum. Íþróttafulltrúa falið að fylgja því máli eftir.

  3. Styrkbeiðni Gróttu vegna Covid. Mnr. 2020100181.
    Farið var yfir skýrslu Gróttu vegna áhrifa Covid-19 á rekstur deilda félagsins. Samdóma álit nefndarmanna var að á meðan ekki kemur framlag frá ríkinu til Seltjarnarnesbæjar til að standa undir tekjutapi félagsins hefur bærinn ekki svigrúm til þess að koma til móts við félagið.

  4. Áhrif Covid á íþrótta- og tómstundastarf. Mnr. 2020100182.
    Íþróttafulltrúi fór yfir stöðu mála vegna lokunar sundlaugar og íþróttamannvirkja.
    Daglega og stundum tvisvar á dag funda sviðsstjórar og íþróttafulltrúar sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu með almannavarnarnefd höfuðborgarsvæðisins þar sem línurnar eru lagðar dag frá degi varðandi íþróttastarf barna og fullorðinna. Ljóst er að ekki er gott þegar leggja þarf allt íþrótta- og tómstundastarf niður og hætta er á brottfalli hjá iðkendum og ljóst að þetta hefur slæm áhrif á allt starfið í heild sinni. En veiran er óvinurinn, hana þarf að bæla niður og því verða allir að vera þolinmóðir á meðan hún varir ennþá og treysta yfirvöldum.

  5. Styrkbeiðni knattspyrnudeildar. Mnr. 2020100183.
    Samþykkt að veita meistaraflokkum í knattspyrnu kr. 70 þúsund vegna ferða innanlands, samtals kr. 140 þúsund.

  6. Styrkbeiðni handknattleiksdeildar. Mnr. 2020100184.
    Samþykkt að veita meistaraflokkum í handknattleik kr. 70 þúsund vegna ferða innanlands, eða samtals kr. 140 þúsund.

  7. Styrkbeiðni vegna skyndihjálparnámskeiðis. Mnr. 2020100185.
    Samþykkt að veita aðalstjórn Gróttu kr. 130 þúsund krónu styrk.
    Óskað var eftir skýrslu um hvernig til tókst og hverjir sóttu námskeiðið og hversu margir.

Fundi slitið kl. 9:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?