422.(13.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 16. september kl. 8:15 á bæjarskrifstofu.
Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Saga Ómarsdóttir,
Forföll: Helga Charlotte Reynisdótti,
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Íþróttafélagið Grótta. Mnr. 20200090153.
Kári Garðarsson framkvæmdastjóri mætti á fundinn og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.
Farið var vítt og breytt um málefni félagsins og deilda þess. -
Janusarverkefnið. Mnr. 20200020177.
Íþróttafulltrúi fór yfir stöðu mála í Heilsueflingu 65+ sem er í undirbúningi með Janusi Guðlaugssyni.
ÍTS leggur til að fresta verkefninu fram yfir áramót. -
Aðsókn sundlaugar. Mnr. 2017040132.
Farið var yfir aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar. -
Staða málaflokks 06. Mnr. 201609130
Íþróttafulltrúi fór yfir stöðu stæstu liða málaflokksins. -
Ýmsir styrkir. Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.
Ljóst er að styrkir til íþrótta og tómstundamála hafa dregist saman á undanförnum mánuðum vegna Covid. Styrkurinn var lækkaður á fjárhagsáætlun 2020 og var um tímabundna lækkun að ræða. -
Tómstundastyrkir ÍTS. Mnr. 2019110037.
Farið var yfir stöðu tómstundastyrkja og hvort hægt er að einfalda afgreiðslu þeirra. -
Önnur mál.
Rætt um hvort hægt sé að útbúa aðstöðu fyrir rafhjól barna sem sækja skóla og tómstundir. ÍTS vill minna á mikilvægi þess að hvetja börn og unglinga til þess að læsa hjólunum.
Fundi slitið kl. 9:30.